Útboð - Íþróttasvæðið í Ásgarði

Íþróttasvæðið í Ásgarði

Þrír knattspyrnuvellir
Jarðvinna, yfirborðsfrágangur og lagnir

 Garðabær auglýsir eftir áhugsömum aðilum til að taka þátt í opnu útboði vegna jarðvinnuframkvæmda við þrjá knattspyrnuvelli og strandblakvelli á íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði og svæði austan Hraunsholtslækjar.

Lýsing á útboði:
Stækkun núverandi æfingavallar
• Jarðvinna við stækkun núverandi æfingavallar í fullri stærð, þ.á.m. fleygun
• Snjóbræðslukerfi undir viðbótarsvæði og fráveitulagnir auk raflagna í ljós
• Stækkun núverandi tæknirýmis við völl
• Frágangur girðingar við völl
Nýir æfingavellir I (50x74) og II (48x72)
• Jarðvinna við gerð vallanna tveggja
• Snjóbræðslukerfi undir vellina og fráveita
• Raflagnir í lýsingu
• Girðingar umhverfis velli
Helstu kennitölur eru:
• Uppgröftur, tilflutningur og útjöfnun á lausum jarðvegi 2.670 m3
• Fleygun 370 m3
• Uppgröftur og brottakstur 18.500 m3
• Aðflutt fylling 8.840 m3
• Fráveitulagnir 270 m
• Hitaveitulagnir 130 m
• Snjóbræðslu-, stofn- og dreifilagnir 29.300 m
• Raflagnir 1.050 m
• Jöfnunarlag 10cm 8.820 m2
• Malbik 5cm 1.345 m2
• Grasþökur 1.900 m2
• Stálrimlagirðingar, 2m 675 m

Upphaf verks er 2. maí 2017. Fullbúnum núverandi æfingavelli skal skilað tilbúnum undir knattspyrnugras eigi síðar en 16. júní. Heildarverki jarðvinnu með nýjum æfinga- og strandblaksvöllum skal að fullu lokið eigi síðar en 1.ágúst 2017.

Tilboð skulu hafa borist VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20 fyrir opnun tilboða föstudaginn 31. mars 2017 kl. 11.00.***

Ef breytingar verða eða viðaukar bætast við gögnin verða þeir sendir til þeirra sem hafa sótt gögnin hér.