Tillaga að aðalskipulagi 2016-2030

Tillaga að nýju aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030

Í aðalskipulagi er mótuð stefna um ýmis mikilvæg viðfangsefni sem snerta þróun samfélagsins; landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngur, þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi er mótuð stefna til 12 ára en jafnframt horft lengra fram á veginn. Aðalskipulag skiptir því alla núverandi og tilvonandi íbúa Garðabæjar máli.

Hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulagsvinna er unnin á vegum skipulagsnefndar undir yfirstjórn bæjarstjórnar. Með framkvæmdina fara skipulagsstjóri Garðabæjar og skipulagsráðgjafar.

Forkynningarstig var til 21. nóvember 2016.

Auglýsing um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 ásamt gögnum.   Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar Garðatorgi 7 frá 8. maí til og með 19. júní 2017. 

Kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var haldinn 30. maí 2017 í sal Flataskóla.  Sjá frétt hér. 

Tillaga að nýju Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 var í auglýsingu frá 8. maí til og með 19. júní 2017. Þann 19. júní rann út frestur til þess að skila inn athugasemdum við tillöguna. Á sjötta tug athugasemda bárust og voru þær lagðar fram á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í byrjun júlí og vísað til aðalskipulagsráðgjafa til úrvinnslu.

Hverjir vinna að aðalskipulagsgerðinni?

Formaður skipulagsnefndar er Sigurður Guðmundsson.
Aðrir nefndarmenn eru: Lúðvík Örn Steinarsson, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, Gísli Geir Jónsson og Súsanna Vilhjálmsdóttir.

Skipulagsstjóri Garðabæjar er Arinbjörn Vilhjálmsson.

Skipulagsráðgjafar er samvinnuteymi sem samanstendur af :

Árni Ólafsson arkitekt leiðir vinnuna fyrir hönd skipulagsráðgjafa.