Hreinsunarátak og vorhreinsun 2017

Hreinsunarátak Garðabæjar - hreinsað til í nærumhverfinu  18.-30. apríl

Gróður á lóðum - leiðbeiningar um alhliða ræktun 

Bæklingurinn vorhreinsun 2017

Styrkir fyrir gott framtak

Félög og hópar geta tekið sig saman um að hreinsa svæði í sínu nærumhverfi. Hægt er að sækja um svæði til ruslatínslu og hljóta styrk til að verðlauna hópinn fyrir gott framtak t.d. til að halda grillveislu. Starfsmenn bæjarins hirða upp alla poka og annað sem til fellur eftir ruslatínsluna.

Vorhreinsun lóða 15. - 26. maí 2017

Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 15.-26. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Temdu þér umhverfisvænan lífstíl með því að setja garðaúrgang í safnhaug í stað plastpoka.  Allt sem til fellur í garðinum yfir sumarið ætti að fara til moltugerðar.

Hreinsun á garðúrgangi:

15.-17. maí    Flatir, Ásgarður, Fitjar, Hólar, Ásar, Grundir, Sjáland, Arnarnes, Akrar, Vífilsstaðir, Urriðaholt
 18.-22.. maí   Tún, Mýrar, Garðatorg, Móar, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi, Hnoðraholt 
23.-26. maí    Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og v. Álftanesveg

Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!