Sumarnámskeið fyrir börn

Upplýsingar um sumarstarf sem í boði er fyrir börn sumarið 2022. ATH. Þessi síða er í vinnslu. 

Upplýsingar um námskeið sumarsins eru sett hér inn um leið og þau berast frá félögunum. Þar sem upplýsingar um námskeið 2021 eru, hafa ekki upplýsingar um 2022 námskeið borist. Félög geta sent inn upplýsingar um námskeið á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is. 

Á upplýsingavefnum frístund  http://www.fristund.is/ má einnig sjá upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf sem í boði er hjá félögum á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningur á sumarnámskeið fyrir börn með sérþarfir

Börnum með sérþarfir býðst tækifæri á að sækja um stuðning á sumarnámskeið. Þjónustan felur í sér að barn er parað með stuðningsaðila/um í upphafi sumars sem fylgir þeim á sumarnámskeið og verður innan handar. Markmið úrræðisins er að gefa öllum börnum tækifæri til þess að taka þátt á sumarnámskeiðum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Útgangspunktur úrræðisins er að veita börnunum öryggi, efla sjálfstæði og félagsfærni.

Hægt er að sækja um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið á Þjónustugátt Garðabæjar. 

Umsókn um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið þarf að berast eigi síðar en 30.apríl 2022. Þegar búið er að sækja um stuðninginn þarf að senda lista yfir námskeið/in sem barnið fer á, ásamt tímasetningu og staðsetningu. Allar upplýsingar á að senda á netfangið runaha@gardabaer.is eigi síðar en 8. maí 2022. Umsóknir verða afgreiddar eftir því sem þær berast og þess vegna er mikilvægt að sækja um tímalega.

++

Children with disabilities in Gardabaer have the option to request a support worker for the summer courses they attend. The aim is to provide the children with security as well as strengthen their independence and social skills.

The deadline for the application is April 30th. Once the application has been made in Garðabær´s application web, please send a list of the summer courses, including timing and location, to runaha@gardabaer.is before Mai 8th at the latest.

Please respect the deadline, the applications will be processed in the order they come in. For further information, please contact runaha@gardabaer.is

Skátastarf

Vífill 2019

Sumarnámskeið Vífils 2022

Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma.  

Lesa meira
Skátafélagið Svanir

Sumarnámskeið Svana 2022

Skátafélagið Svanir á Álftanesi býður upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum 7 – 12 ára. Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags á milli kl. 9:00 og 15:00.

Lesa meira

Sumarnámskeið íþróttafélaga

Knattspyrnuskóli UMFÁ 2018

Fótboltaskóli Álftaness 2022

Knattspyrnuskóli verður starfræktur í sumar á vegum UMFÁ

Lesa meira

Sumarnámskeið Stjörnunnar 2022

UMF Stjarnan býður upp á fjölda skemmtilegra námskeiða í sumar.

Lesa meira

Listir og lestur

Skrifum bók – teiknum bók

Sumarnámskeið með Bergrúnu Írisi, rithöfundi, á Bókasafni Garðabæjar í ágúst. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.

Lesa meira

Námskeið í hreyfimyndagerð fyrir 9-12 ára

Námskeið í hreyfimyndagerð (e. stop motion) fyrir 9 - 12 ára með myndlistarmanninum Ara Yates á Bókasafni Garðabæjar vikuna 13. -16. júní 2022.

Lesa meira

Skapandi sumarnámskeið á Álftanesi 2022 LISTASMIÐJA

Tilvalið fyrir hressa skólakrakka sem hafa gaman af listsköpun í bland við leik og hreyfingu. Námskeiðin verða með aðsetur í Álftanesskóla.

Lesa meira

Stuttmyndagerð fyrir 9-13 ára sumarið 2022

Rit og teiknismiðja fyrir krakka á aldrinum 9 – 12 ára 20.-22. júní.

Lesa meira

Söng - og leiklistarnámskeið á Álftanesi 2022

Söng- og leiklistarnámskeið fyrir 8-15 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!

Lesa meira
Draumar söngleikjanámskeið

Söngleikjanámskeið Drauma 2022

Sumariðið 2022 bjóða Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir ýmsa aldurshópa. Námskeiðin fyrir hádegi eru kennd frá kl. 08:30-12:00 og námskeiðin eftir hádegi eru kennd frá kl. 13:00-16:30

Lesa meira
Klifið

Klifið - Sumar­námskeið Klifsins 2022

Klifið er skapandi fræðslusetur sem býður upp á skapandi námskeið fyrir krakka allt árið um kring.

Lesa meira

Sumarlestur 2022

Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ hefst 28. maí og stendur yfir allt sumarið.

Lesa meira

Ýmis sumarnámskeið

Sumarnámskeið Rush

Sumarnámskeið Rush 2022

Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni.

Lesa meira

Dýr og list 2022

SUMARNÁMSKEIÐ 2022 í samstarfi við Dýragarðinn Slakka og Reiðskólann Eðalhesta.

Lesa meira

Sumarnámskeið í Smárabíó 2022

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir börn sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun. Þar prófa þau leiktækjasal, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, blöðrugerð, andlitsmálningu og fara í bíó.

Lesa meira
GKG

Golfleikjanámskeið GKG 2022

Golfleikjanámskeið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 

Lesa meira

Sumarnámskeið 2022 sjálfstyrking.is

Á sumarnámskeiðinu lærum við sjálfsstyrkingu í gegnum líkams og stöðutjáningu, jóga- og öndunaræfingar, tónlist og margt fleira.

Lesa meira

Reiðskólinn Hestalíf 2022

Reiðskólinn Hestalíf verður starfræktur sumarið 2022 á felagssvæði hestamannafélagsins Spretts.

Lesa meira
Tennisskólinn

Tennisskólinn 2022

Í sumar verður boðið upp á skemmtileg tennisnámskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára.  Tennis- og leikjaskólinn verður fyrir börn 5-8 ára og Tennisskólinn fyrir börn 9-13 ára.

Lesa meira

Vinnuskóli og skólagarðar

Vinnuskólinn

Vinnuskóli Garðabæjar 2022

Vinnuskóli Garðabæjar starfar á sumrin og er fyrir 14-16 ára ungmenni.  Sótt er um störf í Vinnuskólanum á ráðningarvef Garðabæjar.