Sumarnámskeið fyrir börn
Upplýsingar um sumarstarf sem í boði er fyrir börn sumarið 2022. ATH. Þessi síða er í vinnslu.
Upplýsingar um námskeið sumarsins eru sett hér inn um leið og þau berast frá félögunum. Þar sem upplýsingar um námskeið 2021 eru, hafa ekki upplýsingar um 2022 námskeið borist. Félög geta sent inn upplýsingar um námskeið á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is.
Á upplýsingavefnum frístund http://www.fristund.is/ má einnig sjá upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf sem í boði er hjá félögum á höfuðborgarsvæðinu.
Stuðningur á sumarnámskeið fyrir börn með sérþarfir
Börnum með sérþarfir býðst tækifæri á að sækja um stuðning á sumarnámskeið. Þjónustan felur í sér að barn er parað með stuðningsaðila/um í upphafi sumars sem fylgir þeim á sumarnámskeið og verður innan handar. Markmið úrræðisins er að gefa öllum börnum tækifæri til þess að taka þátt á sumarnámskeiðum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Útgangspunktur úrræðisins er að veita börnunum öryggi, efla sjálfstæði og félagsfærni.
Hægt er að sækja um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið á Þjónustugátt Garðabæjar.
Umsókn um stuðning fyrir barn á sumarnámskeið þarf að berast eigi síðar en 30.apríl 2022. Þegar búið er að sækja um stuðninginn þarf að senda lista yfir námskeið/in sem barnið fer á, ásamt tímasetningu og staðsetningu. Allar upplýsingar á að senda á netfangið runaha@gardabaer.is eigi síðar en 8. maí 2022. Umsóknir verða afgreiddar eftir því sem þær berast og þess vegna er mikilvægt að sækja um tímalega.
++
Children with disabilities in Gardabaer have the option to request a support worker for the summer courses they attend. The aim is to provide the children with security as well as strengthen their independence and social skills.
The deadline for the application is April 30th. Once the application has been made in Garðabær´s application web, please send a list of the summer courses, including timing and location, to runaha@gardabaer.is before Mai 8th at the latest.
Please respect the deadline, the applications will be processed in the order they come in. For further information, please contact runaha@gardabaer.is.