Listir og lestur

Dansskóli Birnu Björns 2019

Dansskóli Birnu Björnsdóttur verður með skapandi sumarnámskeið dagana 10.-14. júní fyrir börn 8-12 ára.  Dansskólinn hefur verið starfræktur í Garðabæ í meira en 10 ár. Í náminu er mikil áhersla lögð á markvissa dansþjálfun þar sem framkoma, leikræn tjáning og túlkun eru í fyrirrúmi.

Dansskóli Birnu Björnsdóttur verður með skapandi sumarnámskeið í sumar í Garðabæ fyrir börn 8-12 ára dagana 10.-14. júní og kennt verður í Ásgarði. Meðal annars verður kenndur dans, danssmíði, leiklist, söngur, tónlist, myndbandagerð og fleira.

Skráning:

Innritun á sumarnámskeið er hafin á vef dansskólans, allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni, dansskolibb.is og á Facebook síðu dansskólans.