Ýmis sumarnámskeið

Golfnámskeið GKG 2020

Golfleikjanámskeið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 
Heimilisfang: Við Vífilsstaði, s. 570-7373, netfang:  gkg@gkg.is

Skráning á leikjanámskeiðin fer fram í Nóra á gkg.felog.is með rafrænum skilríkjum.

Aldur:

6-12 ára. Á námskeiðunum verður nemendum skipt í tvo aldurshópa, 6 til 8 ára og 9 til 12 ára.

Dagsetningar:
8. -12. júní -  5 dagar eftir hádegi
15. - 19. júní – 4 dagar
29. - 3. júlí – 5 dagar
5. - 11. júlí – engin námskeið vegna Meistaramóts GKG
13. - 17. júlí – 5 dagar
20. – 24. júlí – 5 dagar
27. – 31. júlí – 5 dagar
4. - 7. ágúst – 4 dagar
10. - 14. ágúst – 5 dagar

Tími:
Haldin verða 2 námskeið á dag í 8 vikur, eða alls 16 vikulöng golfnámskeið. Hægt er að velja um námskeið kl. 9-12 eða kl. 13-16.

Verð:
5 daga námskeið kostar kr. 14.500, 4 daga námskeið kostar kr. 11.600.
Veittur er 20% systkinaafsláttur. Einnig er veittur 20% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið.
Ath. Þátttaka á golfleikjanámskeiðunum veitir aukafélagsaðild í GKG. Innifalið í aukaaðild er aðgangur að 5 holu æfingavellinum fyrir barnið og fjölskyldumeðlimi til að koma og leika sér á þegar námskeið eru ekki í gangi. Einnig er hægt að nýta högg-æfingasvæðið og eru seldar æfingafötur í golfverslun GKG.

Hægt að stunda æfingar frá 8 ára aldri hjá GKG sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfingatöflur, verðskrá ofl. er að finna hér.
Ef tekið er þátt í tveimur námskeiðum þá er frír aðgangur að félagsæfingum það sem eftir er af sumartímabilinu. Þó er miðað við lágmark 8 ára á árinu.

Markmið:
Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnunum og ýta undir áhuga þeirra á því að leggja stund á þessa fjölskylduvænu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og eru leiðbeiningar gjarnan í formi golfleikja ýmiss konar. Einnig verður lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfnámskeiðinu séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna, s.s. samhæfingu, liðleika og jafnvægi, enda eru það mikilvægir þættir í hreyfingum golfsveiflunnar. Forgangatriði námskeiðana eru að þau séu skemmtileg, að börnin njóti sín og þróa jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar.

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðunum er nemendum skipt í hópa eftir kyni og aldri, sé þess kostur. Lögð er áhersla á að kynna íþróttina fyrir börnunum í gegnum golftengda leiki og hreyfingu. Leiðbeinendur koma úr hópi afrekskylfinga GKG, sem eru á aldrinum 16-21 árs og miðað er við að ekki séu fleiri en 8 iðkendur per leiðbeinanda. Á seinasta degi námskeiðsins kynnast þau leiknum sjálfum enn frekar með því að leika æfingavöllinn okkar þar sem brautirnar eru 40-60 metra langar. Námskeiðum lýkur síðan með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GKG.

Aðstaða og búnaður:
Tekið er á móti börnunum við inngang Íþróttamiðstöðvar GKG, og eru þau sótt þangað aftur. Börnin hafa með sér nesti sem er borðað er við vesturenda hússins, á sama stað, og ef veður er óhagstætt, þá fer hluti æfinganna fram þar einnig, enda aðstaða til æfinga innanhúss eins og best verður á kosið. Ekki er nauðsynlegt að eiga golfkylfur til að taka þátt í námskeiðum hjá GKG, en búnaður er til láns meðan á námskeiði stendur.

Leiðbeinendur:
Leiðbeinendur námskeiðanna koma úr hópi afrekskylfinga úr GKG, á aldrinum 16 til 21 árs, langflestir með verulega reynslu af námskeiðahaldi. Þess verður gætt eftir fremsta megni að hópar undir umsjón leiðbeinanda verði ekki skipaðir fleiri en 8 börnum.

Skráning:
Skráning á leikjanámskeiðin fer fram í Nóra á gkg.felog.is með rafrænum skilríkjum.

Við bendum á að koma vel klædd því allra veðra er von, og með gott nesti. Kylfur eru til láns á námskeiðinu