Ýmis sumarnámskeið

Golfleikjanámskeið GKG 2022

Golfleikjanámskeið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 

Golfleikjanámskeið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 
Heimilisfang: Við Vífilsstaði, 

Um golfleikjanámskeiðið.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kynna íþróttina fyrir börnum í gegnum golftengda leiki og hreyfingu. Nemendum skipt í tvo aldurshópa, 6 til 8 ára og 9 til 12 ára og eftir kyni, sé þess kostur. Á seinasta degi námskeiðins kynnast þau leiknum sjálfum enn frekar með því að leika æfingavöllinn okkar þar sem brautirnar eru 40 – 60 metra langar. Námskeiðum lýkur síðan með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GKG

Í ár fara golfleikjanámskeiðin fram á Hofstaðavelli í Garðabæ.

Börnin hafa með sér nesti og ef veður er óhagstætt þá er hægt að leita skjóls í Hofstaðaskóla.

Ekki er nauðsynlegt að eiga golfkylfur til að taka þátt í námskeiðum hjá GKG því búnaður er til láns meðan á námskeiði stendur.


Námskeið 1: 13. júní – 16. júní ( fjórir dagar )

Námskeið 2: 27. júní – 01. júlí

Námskeið 3: 11. júlí – 14. júlí ( fjórir dagar )

Námskeið 4: 18. júlí – 22. júlí

Námskeið 5: 25. júlí – 29. júlí

Námskeið 6: 8. ágúst – 11. ágúst ( fjórir dagar )

Námskeið 7: 15. ágúst – 19. ágúst

Hægt er að velja um námskeið kl. 9-12 eða kl. 13-16.

 Verð:

5 daga námskeið kr. 14.800, 4 daga námskeið kostar kr. 11.880.

Ath. Þátttaka á golfleikjanámskeiðunum veitir aukafélagsaðild í GKG. Innifalið í aukaaðild er aðgangur að 5 holu æfingavellinum fyrir barnið og fjölskyldumeðlimi til að koma og leika sér á þegar námskeið eru ekki í gangi. Einnig er hægt að nýta högg-æfingasvæðið og eru seldar æfingafötur í golfverslun GKG.

Hægt að stunda æfingar frá 8 ára aldri hjá GKG sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfingatöflur, verðskrá ofl. er að finna hér.

Verkstjórar golfleikjanámskeiða GKG eru Íris Lorange Káradóttir og Jón Þór Jóhannsson sem hafa mikla reynslu sem leiðbeinendur hjá GKG. Leiðbeinendur eru úr hópi afrekskylfinga GKG á aldrinum 16 til 21 árs, flest með verulega reynslu af námskeiðshaldi. Þess verður gætt eftir fremsta megni að hópar undir umsjón leiðbeinanda verði ekki skipaðir fleiri en 8 börnum.

Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/gkg/golf/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODM4Mg=

Umsjón með skráningum og frekari upplýsingar veitir Úlfar Jónsson íþróttastjóra GKG, ulfar@gkg.is eða 8629204.