Listir og lestur

Klifið - Sumar­námskeið Klifsins 2019

Klifið er skapandi fræðslusetur sem býður upp á skapandi námskeið fyrir krakka allt árið um kring.

Í sumar verður skapandi sumarfjör hjá Klifinu

Ýmis sumarnámskeið verða í boði hjá Klifinu í sumar, fyrir börn á aldrinum 6-16 ára.

Skapandi sumarfjör 6-10 ára

Skapand sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem börn fá að leysa eigin sköpunarkraft úr læðingi á sviði myndlistar, leiklistar, dans og tónlistar. Leikir og hópefli verður einning ríkjandi auk þess sem hóparnir framkvæma eina vísindatilraun. Námskeiðin munu einkennast af mikilli sköpunar- og leikgleði.

Boðið verður upp á gæslu í hádeginu milli kl. 12:00-13:00, hægt er að velja það við skráningu námskeiðis og greitt er 1500 kr fyrir vikuna.

Námskeiðin fara fram í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla í Garðabæ.

Námskeið í boði:

Vika 1 · 11-14. júní kl. 09:00-12:00 (ATH. 4 dagar)
Vika 1 · 11-14. júní kl. 13:00-16:00(ATH. 4 dagar)
Vika 2 · 18-21. júní kl. 09:00-12:00 (ATH. 4 dagar)
Vika 2 · 18-21. júní kl. 13:00-16:00 (ATH. 4 dagar)
Vika 3 · 22- 26. júlí kl. 09:00-12:00
Vika 3 · 22- 26. júlí kl. 13:00-16:00
Vika 4 · 29- 2. ágúst kl. 09:00-12:00
Vika 4 · 29- 2. ágúst kl. 13:00-16:00
Verð 10.900 kr. (fyrir fulla viku)

Leiklist & dans 10-14 ára

Á námskeiðinu læra krakkarnir dans ásamt því að læra fullt af skemmtilegum leiklistaræfingum. Þau koma til með að skapa mínútu leik- eða dansverk til þess að sýna í lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á sköpunarkraft og leikgleði.

Námskeið í boði:

11. júní- 14. Júní kl. 12:30-15:30
18. júní- 21. Júní kl. 12:30-15:30
24. júní- 28. Júní kl. 12:30-15:30

Kennsla fer fram í danssal Sjálandsskóla

Verð: 16.900 kr.

Skapandi sumarsöngur 8-11 ára

Skapandi sumarsöngur er námskeið fyrir söngelska krakka sem vilja syngja sig í gegnum sumarið. Námskeiðið er hugsað líkt og leikjanámskeið með áherslu á söng, leiklist, framkomu og sjálfan sköpunarkraftinn.

Námskeiðin fara fram í hvítu útihúsunum við Hofstaðaskóla í Garðabæ.

Námskeið í boði:

Vika 1 · 24-.júní-28.júní kl. 13:00-16:00
Vika 2 · 1.júlí-5.júlí kl. 13:00-16:00
Verð: 16.900 kr.

Myndlist- Náttúra & fjara 6-9 ára

Á námskeiðinu verður farið í leiðangra í fjöruna við Sjálandið í Garðabæ og umhverfið í kring. Safnað efnivið og opnum hugan fyrir hugmyndum hvað sé hægt að skapa úr efniviðnum. Út frá því verður unnið að teikningum, vatnslitaverk, skúlptúrar eða hvað sem hugurinn kallar á.

Kennt í Klifinu, Garðatorgi 7.

Námskeið í boði:

22-26. júlí
6-9. ágúst- 4 dagar

Verð 21.900 kr.

Skapandi skrif 13-16 ára

Farið verður í gegnum undirstöðuatriði í sögusköpun, sérstaklega hvað lengri texta varðar. Meðal annars mega nemendur búast við að læra um uppbyggingu sagna, hvernig heimssköpun virkar og hvað gerir skáldsagnapersónur áhugaverðar, sem og að fá að spreyta sig sjálf við skrif.

Kennari er annar höfunda eins vinsælasta furðusagnaflokks Íslands, Þriggja heima sögu, og hefur lagt stundir við nám í ritlist, bókmenntafræði og margt fleira.

Kennt í Klifinu, Garðatorgi 7.

Námskeið í boði:

11.júní- 2. júlí  kl. 16:00-18:00

Verð 22.900 kr.

Allar frekari upplýsingar um sumarnámskeið má finna á heimasíðu Klifsins, klifid.is.

Klifid-2019