Aðrar íþróttir

Reiðskólinn Hestalíf 2019

Reiðskólinn Hestalíf verður starfræktur sumarið 2019 á felagssvæði hestamannafélagsins Spretts.

Reiðskólinn Hestalíf auglýsir eftirfarandi námskeið sem í boði verða sumarið 2019:

18. - 21. júní.  Meira vanir, allur dagurinn.
24. - 28. júní. Minna vanir, allur dagurinn.
1. - 5. júlí. Hálfur dagur.
8. - 12. júlí. Meira vanir, allur dagurinn.
15. - 19. júlí. Minna vanir, allur dagurinn.

Reiðskólinn Hestalíf er starfræktur á félagssvæði Spretts, Dreyravöllum 1. Kennarar eru Erla Guðný og Þórdís Anna Gylfadætur. Í boði eru hálfsdags (9-12) og heilsdags (9-16) vikulöng námskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Á hverju námskeiði eru eingöngu 12 pláss í boði.
Hestar, reiðtygi,hjálmar og léttur hádegisverður er innifalið í verði.
Verð fyrir heilsdagsnámskeið 45.000 kr.
Verð fyrir hálfsdagsnámskeið 24.000 kr.

Bókanir í síma 868-7432 (Þórdís) og 862-3646 (Erla) og í gegnum reidskolinnhestalif@gmail.com

Við erum á Facebook – Reiðskólinn Hestalíf