Ýmis sumarnámskeið

Reiðskólinn Hestalíf 2022

Reiðskólinn Hestalíf verður starfræktur sumarið 2022 á felagssvæði hestamannafélagsins Spretts.

Hér má sjá lista yfir þau námskeið sem verða í boði í sumar 2022.Endilega látið fylgja með hvort þið viljið bóka fyrir eða eftir hádegi á hálfsdagsnámskeið. Kennt er 9-12 fyrir hádegi og 13-16 eftir hádegi.
20.júní til 24.júní - hálfsdagsnámskeið - FULLT27.júní til 1.júlí - heilsdagsnámskeið - FULLT Svo kemur frí fram yfir Landsmót og byrjum aftur þriðjudaginn 12.júlí. 12.júlí til 15.júlí - hálfsdagsnámskeið (4 dagar)18.júlí til 22.júlí - heilsdagsnámskeið - FULLT 25.júlí til 28.júlí - hálfsdagsnámskeið (4 dagar, frí á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi)2.ágúst til 5.ágúst - hálfsdagsnámskeið (4 dagar, frí á mánudegi eftir verslunarmannahelgi)Verð fyrir 4 daga hálfsdagsnámskeið er 22.000kr. Hver nemandi fær úthlutað sínum hesti, hnakk og búnaði. Létt snarl er innifalið. Eingöngu 10-12 nemendur á hverju námskeiði. Mikil kennsla og mikið utanumhald. Skipt upp í minni hópa eftir hraða og getu. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst reidskolinnhestalif@gmail.com