Listir og lestur

Rit- og teiknismiðja á bókasafninu

Rit og teiknismiðja fyrir krakka á aldrinum 9 – 12 ára 16.-20. ágúst

Rit og teiknismiðja fyrir krakka á aldrinum 9 – 12 ára 16.- 20. ágúst í Bókasafni Garðabæjar. Verð krónur. 7.000.-

Skráning nauðsynleg: Hlekkur í skráningu á vef bókasafnsins.

Bergrún Íris, rithöfundur og myndlistarmaður, leiðbeinir í smiðjunni. Á námskeiðinu kennir Bergrún krökkunum grunntækni skapandi skrifa auk þess sem hún mun fara yfir mikilvægi myndlýsinga og verður unnið mikið með teikningar. Þannig höfðar námskeiðið jafnt til þeirra sem kjósa að segja sögur í orðum eða myndum.

Smiðjan verður haldin dagana 16., 17., 18., 19., og 20. ágúst milli klukkan 10 og 12 í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi 7.  Börnin geta mætt kl. 9 þegar bókasafnið opnar.

Allir hjartanlega velkomnir, sama hvar þeir standa í ritfærni.