Vinnuskóli og skólagarðar

Skólagarðar 2021

Skráning í skólagarða Garðabæjar hefst þriðjudaginn 2. júní og lýkur starfinu seinni part ágúsmánaðar. Garðarnir eru opnir frá kl. 8-16 alla virka daga.

Aldur:

 Opnir öllum börnum í Garðabæ

Dagsetningar:

Skólagarðarnir taka til starfa þriðjudaginn 1. júní. Skráning fer fram á staðnum fyrstu dagana í júní. Starfsemi skólagarðann lýkur seinni partinn í ágúst.  Hér má finna frekari uplýsingar um garðana.

Tími:

Garðarnir eru opnir alla daga frá kl. 8-16.

Dagskrá:

Í skólagörðum geta börn ræktað sitt eigið grænmeti undir leiðsögn. Hver reitur er 2,5 x 5 metrar að stærð. Börnin fá útsæðis kartöflur og kálplöntur til að rækta. Tveir leiðbeinendur ásamt aðstoðarfólki eru í skólagörðunum börnum til aðstoðar við ræktunina en foreldrar og aðrir eru velkomnir að koma með og hjálpa sínu barni. Skólagarðarnir eru ekki lokaður gæsluvöllur. Börnunum er frjálst að dvelja þar yfir daginn og borða nestið sitt á staðnum. 

Verð:

Leigan er 4.500 krónur yfir sumarið. Athugið: Ekki er tekið við peningum vegna skólagarða, en sendir verða greiðsluseðlar á forráðamenn sem hægt er að greiða í heimabanka. 

Skráning:

Skráning í skólagarða fer fram á staðnum frá 2. júní, forráðamenn eru skráðir fyrir skólagjaldinu.

Eftir skráningu og val barnsins á garði, verður forráðamanni sendur greiðsluseðill fyrir skólagjaldi sem er efnisgjald.

Staðsetning:

Í Silfurtúni. Fyrir neðan leikskólann Bæjarból. 

Upplýsingar um skólagarðana veitir Smári Guðmundsson garðyrkjustjóri í s. 591 4579, netfang: smarig@gardabaer.is