Listir og lestur

Söng - og leiklistarnámskeið á Álftanesi 2022

Söng- og leiklistarnámskeið fyrir 8-15 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!

Söng- og leiklistarnámskeið fyrir 8-15 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!

Á námskeiðinu er lögð áhersla á leikgleði, traust og samvinnu. Farið verður í skapandi leiki og unnið með spuna. Allir fá tækifæri til að syngja og kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun. Út frá spuna búum við til leiklistarsenur sem við munum vinna með í gegnum námskeiðið og setjum saman sýningu sem opin verður fyrir aðstandendur.

6 daga námskeið, kennt 3 klukkustundir í senn, verð: 23.000 krónur.
Veittur er 10% systkinafsláttur.

Hægt er að finna nánari upplýsingar á Facebook síðu Leik og Sprell: https://www.facebook.com/leikogsprell

Skráningar fara fram á leikogsprell@gmail.com