Listir og lestur

Söngleikjanámskeið Drauma 2022

Sumariðið 2022 bjóða Draumar upp á Söngleikjanámskeið fyrir ýmsa aldurshópa. Námskeiðin fyrir hádegi eru kennd frá kl. 08:30-12:00 og námskeiðin eftir hádegi eru kennd frá kl. 13:00-16:30

Á sumarönn 2022 býður Leikfélagið Draumar upp á Söngleikjanámskeið.
Á Söngleikjanámskeiðunum er farið í allt sem tengist því að setja upp söngleik. Við skoðum leiklistina, dansinn og sönginn af fullum krafti en kíkjum líka aðeins á búninga, förðun og allt hitt sem gerist baksviðs.


Athugið að takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær!
Skráning er ekki staðfest fyrr en tölvupóstur frá okkur með staðfestingu á skráningu hefur borist þeim sem framkvæmir skráninguna.


Námskeiðunum lýkur með lokasýningu nemenda en sýningarnar fara fram á námskeiðstíma á síðasta degi námskeiðsins og verða tímasetningar sendar út þegar nær dregur lokum námskeiðs. 

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á http://draumar.com/