Listir og lestur

Sumarlestur 2022

Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ hefst 28. maí og stendur yfir allt sumarið.

Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ hefst 28. maí og stendur yfir allt sumarið.
Aldur: 5 - 12 ára 

Hvenær: Upphaf sumarlesturs er laugardaginn 28.maí og lokahátíð er 20. ágúst.

Sumarlestur - sumarlestrarátak Bókasafns Garðabæjar sumar 2022
Börn á grunnskólaaldri og yngri börn sem eru farin að lesa sjálf geta tekið þátt í sumarlestrarátakinu. Hægt er að skrá sig allt sumarið í bókasafninu Garðatorgi 7 og Álftanessafni. Það er leyfilegt er að lesa hvað sem er. Mjög mikilvægt er að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetunni og verða fyrir sumaráhrifum.

 

Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina, fá límmiða fyrir hverja lesna bók og geta fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar, sem fær bók í verðlaun, hvern föstudag kl.12 10.júní - 12.ágúst. Þá föstudaga eru smiðjur fyrir börn kl.10-12. Á lokahátíðinni fá allir virkir þátttakendur glaðning og þrír lestrarhestar verða dregnir út.

Þemað í ár er hafið og geta þátttakendur hengt upp sjávardýr með nafninu sínu á lestraröldurnar hjá bókahvalnum okkar sem tákn fyrir lesnar bækur. Markmiðið er að öldurnar verði sem skrautlegastar og sýni þannig lestrardugnað barnanna. Lesum saman í sumar.

Sumarlestur:
Hafsjór af fróðleik og fjöri!
Á bólakaf í bókaflóð!
Botnlaus fjársjóður!

Nánari upplýsingar á http://bokasafn.gardabaer.is/