Listir og lestur

Sumarlestur og ókeypis ritsmiðjunámskeið á Bókasafni Garðbæjar 2019

Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ stendur yfir allt sumarið.
Skráning og afhending lestrardagbóka fer  fram í bókasafninu Garðatorgi og Álftanessafni í allt sumar.

Aldur:

6-16 ára

Hvenær:

Sumarlestur: upphaf sumarlesturs er laugardaginn 25.maí. Ævar Þór Benediktsson kemur af því tilefni og les upp úr nýrri bók klukkan 14. Krít á Garðatorgi á milli klukkan 11 og 15. Uppskera sumarlesturs er laugardaginn 7.september, dagskrá auglýst síðar.

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar eru veittar á bókasafninu, í síma 591 4550 og á heimasíðu safnsins bokasafn.gardabaer.is/barnasida/sumarlestur
Tölvupóstur: bokasafn@gardabaer.is

 

Skapandi rit- og teiknismiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára.

Skráðu þig í rit- og teiknismiðju með Ragnheiði Gestsdóttur á bókasafninu Garðatorgi 7 eigi síðar en 7.júní.

Bókasafn Garðabæjar býður ókeypis sumarnámskeið í skapandi skrifum dagana 11. - 14. júní kl. 10-12 fyrir 9-12 ára börn. Börnin geta mætt um leið og bókasafnið opnar kl. 9. Allir eru velkomnir, sama hvar þeir eru staddir í ritfærni.

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður leiðbeinir börnunum við sögugerð og myndskreytingar. Föstudaginn 14. júní er aðstandendum boðið að koma og sjá afrakstur vinnunnar. Skráning fer fram hér eða í síma 591 4550 eða með tölvupósti í bokasafn@gardabaer.is. Við þurfum nafn barnsins, aldur, símanúmer, nafn og netfang forráðamanns.