Listir og lestur

Sumarlestur og ókeypis rit- og teiknismiðja á Bókasafni Garðbæjar 2020

Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ hefst 25. maí og stendur yfir allt sumarið. Börnum á aldrinum 9-12 ára er boðið í rit- og teiknismiðju.

Aldur:

6-16 ára

Hvenær:

Upphaf sumarlesturs er laugardaginn 25.maí.

Nánari upplýsingar:

Sumarlestur - sumarlestrarátak Bókasafns Garðabæjar sumar 2020

Börn á grunnskólaaldri og yngri börn sem eru farin að lesa sjálf geta tekið þátt í sumarlestrarátakinu. Hægt er að skrá sig allt sumarið í bókasafninu Garðatorgi 7 og Álftanessafni. Það er leyfilegt er að lesa hvað sem er. Mjög mikilvægt er að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetunni og verða fyrir sumaráhrifum.
Setjið ykkur lestrarmarkmið, skráið lesturinn, fáið límmiða í lestrardagbókina og hengið upp ofurhetjumynd á læsishetjuna! Á föstudögum verður lestrarhestur vikunnar dreginn úr umsagnarmiðunum sem þátttakendur fylla út og fær hann bók í verðlaun.
Uppskeruhátíð verður haldin laugardaginn 22.ágúst. Þá verða þrír duglegir lestrarhestar dregnir úr lukkukassanum og allir virkir þátttakendur fá verðlaun.

Lesum saman í sumar! Lestur er minn ofurkraftur!

Föstudagsmiðjur alla föstudaga á Garðatorgi 7 á milli klukkan 10 og 12, frá 19.júní til 14.ágúst.

Skráning hefst laugardaginn 30.maí.

Nánari upplýsingar á http://bokasafn.gardabaer.is/

Rit- og teiknismiðja Bókasafns Garðabæjar fyrir 9-12 ára fer fram dagana 11. til 16. júní frá fimmtudegi til þriðjudags, á annarri hæð Bókasafns Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar býður krökkum á aldrinum 9 – 12 ára í rit – og teiknismiðju í byrjun júní ⭐
Bergrún Íris, rithöfundur og myndlistarmaður, mun leiðbeina í smiðjunni.

Smiðjan mun fara fram dagana 11., 12., 15. og 16. júní milli klukkan 10 og 12 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 á 2. hæð safnsins. Börnin geta mætt kl. 9 þegar bókasafnið opnar.

Allir hjartanlega velkomnir, sama hvar þeir standa í ritfærni. Farið verður yfir grunntækni þess að byrja skrifa skapandi og við myndskreytingu með texta.

Námskeiðið er ókeypis en það er takmarkað pláss og því er skráning nauðsynleg hér :
skráning í rit- og teiknismiðju    (https://docs.google.com/forms/d/1qGBG671uJEJ9fhOK8Imi45wpBCdv1BIZ8sHw00motH0/edit)

Einnig er hægt að skrá börnin í afgreiðslu bókasafnsins.

Nánari upplýsingar á http://bokasafn.gardabaer.is/