Aðrar íþróttir

Sumarnámskeið í Smárabíó

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir börn sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun. Þar prófa þau leiktækjasal, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, blöðrugerð, andlitsmálningu og fara í bíó.

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir krakka sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá. Þar munu þátttakendur meðal annars fá að prufa leiktækjasal, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, blöðrugerð, andlitsmálningu og fara í bíó.  Námskeiðið stendur frá kl. 12:30-16:00 frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Mælt er með að börnin taki með sér nesti og vatnsbrúsa. 

Dagsetningar námskeiða:

22-26 júlí.

29 júlí - 2 ágúst.

12-16 ágúst.

*Takmarkað pláss í boði.  Skipulögð dagskrá alla dagana og stanslaust fjör!

Verð:  17.000 kr á hvert barn.

- Systkinafsláttur er 15% fyrir annað barnið.  Þáttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.

- Innifalið í verði: afþreying, pizza, popp og svali.

Nánari upplýsingar á https://www.smarabio.is/smarabio/sumarnamskeid

Skráning fer fram á sumar@smarabio.is