Ýmis sumarnámskeið

Sumarnámskeið í Smárabíó 2022

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir börn sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun. Þar prófa þau leiktækjasal, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, blöðrugerð, andlitsmálningu og fara í bíó.

Smárabíó sumarnámskeið

Smárabíó býður upp á sumarnámskeið sumarið 2022!

Sumarnámskeið fyrir krakka sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá. Skipulögð dagskrá er alla dagana og smá munur er á námskeiðum milli vikna (sjá neðar).

Þátttakendur munu fá að prufa:
- Leiktæki
- Sýndarveruleika (VR)
- Lasertag
- Karaoke
- Ratleiki og fleiri hópleiki
- Bíóferð
- Klifurgrind
- Blöðrugerð (Gult námskeið)
- Rush (Grænt námskeið)
- Andlistmálning
- Pizzaveisla á lokadegi

Námskeiðið er frá kl. 12:30 til 16:00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinum 6 - 10 ára.

Gult námskeið: leiktækjasalur, VR, lasertag, Karaoke, Ratleikur, Hópleikir, Bíóferð, blöðrugerð, andlitsmáling og margt fleira.

Grænt námskeið: leiktækjasalur, VR, lasertag, Karaoke, Ratleikur, Hópleikir, Bíóferð, Rushgarðurinn, andlitsmáling og margt fleira

Innifalið í verði: Öll afþreying og veitingar á lokadegi (pizza, popp og svali).