Listir og lestur
Skrifum bók – teiknum bók
Sumarnámskeið með Bergrúnu Írisi, rithöfundi, á Bókasafni Garðabæjar í ágúst. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.
Skrifum bók – teiknum bók
Sumarnámskeið með Bergrúnu Írisi, rithöfundi, á Bókasafni Garðabæjar í ágúst. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.
Námskeiðið er í fjóra daga 15. – 18. ágúst frá kl. 10:00 – 12:00.
Námskeiðsgjald er 7000 kr.
Bergrún Íris leiðir námskeiðið þar sem krakkar fá að kynnast töfrum skáldskaparlistarinnar í gegnum orð og myndir. Undirstöðuatriðin í sagnauppbyggingu eru kennd.
Hvernig byggjum við upp bók? Hvaða áhrif hafa myndlýsingar á sögu?
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/DVzQDmrLZjYHPGXH8
Rukkun berst í gegnum heimabanka.
Námskeiðið gæti fallið niður ef ónæg skráning fæst á það – en það yrði tilkynnt með góðum fyrirvara og fyrir rukkun.
Skráningarfrestur til og með 4. ágúst.
Börnin eru velkomin á bókasafnið kl. 09 til að slappa af með bók eða lita myndir.