Sumarnámskeið íþróttafélaga

Sumarnámskeið Stjörnunnar 2022

UMF Stjarnan býður upp á fjölda skemmtilegra námskeiða í sumar.

Stjarnan verður með fjölda námskeiða í sumar fyrir börn á öllum aldri. Íþróttaskólinn verður á sínum stað þar sem áhersla er lögð á frjálsan leik og skipulagt frístundastarf.

Fimleikar, handbolti, fótbolti og körfubolti verða með sína vinsælu sumarskóla fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Deildirnar verða þar að auki með fjölmörg sérnámskeið fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna hraðanámskeið fyrir fótboltakrakka, trampólínnámskeið fyrir stráka og körfubolta- og handboltaakademíu

Sunddeild Stjörnunnar verður að venju með fjölbreytt námskeið fyrir börn frá þriggja ára aldri.

Á vef Stjörnunnar má finna nánari upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru.