Skátastarf

Sumarnámskeið Svana 2022

Skátafélagið Svanir á Álftanesi býður upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum 7 – 12 ára. Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags á milli kl. 9:00 og 15:00.

Sex námskeið verða haldin í sumar og lögð er sérstök áherslu á námskeið í byrjun og lok sumars. Dagskráin okkar byggir á útivist og ævintýrum. Þetta er tækifæri sem krakkar mega ekki missa af. Sumarið er fram undan!

Takmörkuð pláss eru á námskeiðunum, og tökum við því á móti þeim sem að skrá sig fyrst.

Verðið fyrir viku námskeið er 17.000kr og er þar innifalin allur dagskrár kostnaður.

Hægt er að beina öllum spurningum um námskeiðin að netfanginu sumar@svanir.is. 

Skráning:

Skráning er rafræn á vefnum, skatar.felog.is.  Upplýsingar um námskeiðin má finna hér: https://svanir.is/utilifsnamskeid/