Skátastarf

Sumarnámskeið Svana 2019

Sumarnámskeið Svana byggja á útiveru og leikjum. Meðal viðfangsefna er sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir, handverk og margt fleira.

Tími:

Hvert námskeið varir í 5 daga og dagskráin stendur yfir frá kl. 9 til 16.

Útilífsnámskeið 1: 18.-21. júní
Útilífsnámskeið 2: 24.-28. júní
Útilífsnámskeið 3: 1.-5. júlí
Útilífsnámskeið 4: 8.-12. júlí
Útilífsnámskeið 5: 15. júlí – 19. júlí
Útilífsnámskeið 6: 22. júlí -26. júlí

Dagskrá:

Nýtt þema er í hverri viku þannig að þátttakendur þurfa ekki að gera sömu hlutina aftur og aftur. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn.  Námskeiðin eru ætluð 7-12 ára börnum. 

Skráning:

Skráning er rafræn á vefnum, skatar.felog.is.