Sumarnámskeið íþróttafélaga

Sumarnámskeið UMFÁ 2021

Knattspyrnuskóli verður starfræktur í sumar á vegum UMFÁ

Knattspyrnuskóli UMFÁ

Aldur:

6 – 13 ára (1.- 7. bekkur).

Dagsetningar og tími:

Námskeið 1: 14.júní - 18.júní, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000kr

Námskeið 2: 21.júní - 25.júní, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000 kr

Námskeið 3: 28.júní - 2.júlí, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000 kr

Námskeið 4: 5.júlí - 9.júlí, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000 kr

Námskeið 5: 9.ágúst - 13.ágúst, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000 kr

Námskeið 6: 16.ágúst - 20.ágúst, kl. 8:45 – 11:45. Verð: 5000 kr


Grill– eða pizzuveisla í lok hvers námskeiðs.
Lágmarksþátttaka í hverju námskeiði er 20 börn og fellur námskeið niður ef þeim fjölda er ekki náð. 

Dagskrá:

Markmið skólans er að veita öllum þátttakendum tækifæri á að auka færni sína í knattspyrnu sem og efla hreyfi- og félagsþroska almennt. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem henta öllum.
Námskeiðið fer fram á nýja gervigrasvellinum. Mikilvægt er að þátttakendur klæði sig eftir veðri og hafi meðferðis hollt og gott nesti.

Umsjón:

María Rún Björgvinsdóttir, íþróttafræðingur og þjálfari yngri flokka Álftaness.

Skráning:

Skráning fer fram í gegnum Sportabler (sportabler.com/shop/Alftanes) - 50 % systkinaafsláttur

Finna má námskeiðin í "verslun" í Sportabler appinu.

Nauðsynlegt er að búið sé að skrá börn áður en mætt er á námskeið, ekki verður mögulegt að skrá á staðnum.