Aðrar íþróttir

Sumarnámskeið XY Esports 2020

Í sumar verða rafíþróttanámskeið í Fortnite & CS:GO í CrossFit XY - Miðhrauni 2. Námskeiðin eru fyrir börn í 5-7.bekk.

Í sumar verða rafíþróttanámskeið í Fortnite & CS:GO í CrossFit XY - Miðhrauni 2. Námskeiðin eru fyrir börn í 5-7.bekk.

XY Esports blandar saman hugmyndafræði CrossFit og rafíþrótta. Í skipulögðu starfi XY Esports fá iðkendur allt það besta af sviði rafíþrótta í bland við þjálfun líkamlegrar og andlegrar heilsu í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.

Æfingaraðstaða XY Esports er fullbúin 10 leikjatölvum og aukabúnaði í hæsta gæðaflokki. Þjálfarar og umsjónarmenn námskeiðanna eru reynslumiklir einstaklingar í þjálfun barna og á sviði frístunda- og félagsstarfa ásamt því að vera í framlínu rafíþrótta á Íslandi. XY Esports er í húsnæði CrossFit XY þar sem er fullbúin líkamsræktarstöð.

Námskeiðin standa yfir í 2 vikur og verða á eftirfarandi dögum. Kostnaður er 19:900 kr hvert námskeið.
8. - 19. júní  kl. 9:00-10:30
22. júní  - 3. júlí  kl. 10:30-12
6. - 17. júlí  kl. 13:00-14:30
10. - 21. ágúst  kl. 14:30-16:00

Frekari upplýsingar og skráning fer fram á www.crossfitxy.is/esports eða hjá addi@crossfitxy.is

XY-sport-sumarnamskeid-2020