Aðrar íþróttir

Tennisskólinn 2019

Í sumar verður boðið upp á skemmtileg tennisnámskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára 

Aldur:

5-13 ára.

Í sumar er Tennisskólinn er haldinn á úti- og innivöllum í Tennishöllinni, Dalsmára 13, 201 Kópavogi.  Tennisskólinn er fyrir börn 5-13 ára.

Dagsetningar og tími:

1. námskeið 11. júní – 21. júní

2. námskeið 24.júní – 5. júlí

3. námskeið 8. júlí – 19. júlí

4. námskeið 22.júlí – 2. ágúst

5. námskeið 6. ágúst – 16.ágúst

Hægt er að taka námskeið sem stendur frá kl. 9:00 – 12:00 eða frá kl. 13:00 – 16:00 eða allan daginn. Börnin geta þó mætt í gæslu kl. 7:45 og verið í gæslu í hádeginu og til kl. 17:15. Gæslan er án endurgjalds. 

Á hverju námskeiði er lögð áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna og uppeldislega hollt umhverfi . Miðað er við að um það bil einn leiðbeinandi sé á hver 6 börn. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri.  Eftir því sem krakkarnir verða eldri er meira lagt upp úr æfingum og tennisspili þó að ýmsir leikir séu þar líka á dagsskrá, en áhersla er í öllum hópum að hafa gaman af tennis.

Dagskrá:

Í Tennisskólanum er markmið námskeiðanna að kenna undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur og fleira. Allir nemendur fá bol og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs og einnig er haldin pizzuveisla í lok námskeiðs. 

Umsjón:

Námskeiðin eru í umsjón tennisþjálfaranna Jóns Axels Jónssonar íþróttastjórnunarfræðings,  Milan Kosicky og Hinriks Helgasonar.

Verð:

Verð fyrir hverja viku hálfan daginn er 11.900 kr en heilan dag 16.900 kr. 2 vikna námskeið kostar því 23.800 kr hálfan daginn en 33.800 kr heill dagur. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini.

Skráning:

Hægt er að skrá sig með því að smella hér : http://www.tennishollin.is/tennis-og-leikjaskolinn/#skraning