Ýmis sumarnámskeið

Tennisskólinn 2022

Í sumar verður boðið upp á skemmtileg tennisnámskeið fyrir alla krakka á aldrinum 5-13 ára.  Tennis- og leikjaskólinn verður fyrir börn 5-8 ára og Tennisskólinn fyrir börn 9-13 ára.

Tennis - og leikjaskóli TFG, TFK og Tennishallarinnar 5-8 ára

Markmið námskeiðanna er að kenna undirstöðu atriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega bolta-, hlaupa- og tennisleiki auk þess sem spilaður er mini tennis. Ýmislegt annað er til gamans gert svo sem barnaeróbikk með skemmtilegri tónlist, ratleikur, tarzanleikur og fleira. Á hverju námskeiði er lögð áhersla á að auka hreyfiþroska barnanna og uppeldislega hollt umhverfi . Miðað er við að um það bil einn leiðbeinandi sé á hver 6 börn. Börnunum er skipt í hópa eftir aldri.

Tímasetning námskeiðanna er eftirfarandi:

Námskeið 1: 10. júní – 24. Júní
Námskeið 2: 27. júní – 8. Júlí
Námskeið 3: 11. júlí – 22. Júlí
Námskeið 4: 25. júlí – 5. ágúst
Námskeið 5: 8. ágúst – 19. ágúst

Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzu - eða grillveisla og fá allir nemendur TFG bol og viðurkenningarskjal. Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 – 12:00, frá kl. 13:00 – 16:00 og allan daginn frá kl. 09:00 - 16:00. Börnin geta fengið gæslu kl. 7:45 - 09:00, í hádeginu og frá kl. 16:00 - 17:15. Gæsla er án endurgjalds.

Námskeiðin eru sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur. Verð fyrir fullt tveggja vikna námskeið er 29.800 kr fyrir hálfan daginn og 43.800 kr fyrir heilan daginn. Hægt er taka stakar vikur og er vikan hálfan daginn á kr. 16.900 kr. og fyrir heilan dag 24.900 kr. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini. Veittur er hlutfallslegur afsláttur ef vika á námskeiði er styttri en 5 dagar.

Umsjón með Tennis- og leikjaskólanum hafa tennisþjálfararnir Arnaldur Gunnarsson og Bjarki Sveinsson.

Skráning er hafin á heimasíðu TFK. Skráning hér. http://www.tennishollin.is/2022/04/tennisskolinn-a-sumrin/ Einnig er hægt að hafa samband við Tennishöllina í síma 564 - 4030 og í tölvupósti á tennis@tennishollin.is.

Vinsamlegast frestið ekki skráningu því aðeins 50 börn komast á hvert námskeið.

Tennisskóli TFG, TFK og Tennishallarinnar 9 til 13 ára

Á námskeiðinu er lögð áhersla á tennisæfingar, tennisspil og ýmsa tennisleiki auk þess sem spilaðir eru hlaupa- og boltaleikir. Þátttakendur fá einnig að kynnast nýrri íþrótt á Íslandi sem heitir Padel. Aðal áhersla, í öllum aldurhópum, er að hafa gaman af tennis og padel. Hvert námskeið er sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur.

Tímasetning námskeiðanna er eftirfarandi:

Námskeið 1: 10. júní – 24. Júní
Námskeið 2: 27. júní – 8. Júlí
Námskeið 3: 11. júlí – 22. Júlí
Námskeið 4: 25. júlí – 5. ágúst
Námskeið 5: 8. ágúst – 19. ágúst

Í lok hvers námskeiðs er haldin pizzu - eða grillveisla og fá allir nemendur TFG bol og viðurkenningarskjal. Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 – 12:00, frá kl. 13:00 – 16:00 og allan daginn frá kl. 09:00 - 16:00. Börnin geta fengið gæslu kl. 7:45 - 09:00, í hádeginu og frá kl. 16:00 - 17:15. Gæsla er án endurgjalds.

Námskeiðin eru sett upp sem tveggja vikna námskeið en hægt er að taka stakar vikur. Verð fyrir fullt tveggja vikna námskeið er 29.800 kr fyrir hálfan daginn og 43.800 kr fyrir heilan daginn. Hægt er taka stakar vikur og er vikan hálfan daginn á kr. 16.900 kr. og fyrir heilan dag 24.900 kr. Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini. Veittur er hlutfallslegur afsláttur ef vika á námskeiði er styttri en 5 dagar.

Umsjón með Tennisskólanum hafa tennisþjálfararnir Patricia Husakova og Luis Carillo.

Skráning er hafin á heimasíðu TFK. Skráning hér. http://www.tennishollin.is/2022/04/tennisskolinn-a-sumrin/ Einnig er hægt að hafa samband við Tennishöllinna í síma 564 - 4030 og í tölvupósti á tennis@tennishollin.is.

Vinsamlegast frestið ekki skráningu því aðeins 60 börn komast á hvert námskeið.

Önnur starfssemi á vegum Tennisfélags Garðabæjar

Tennisæfingar fyrir 13 til 16 ára. Tennisæfingar fyrir 13 til 16 ára unglinga verða haldnar á virkum dögum frá kl. 16:30 -18:00. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir og sérstakir æfingatímar eru í boði fyrir byrjendur. Hægt er að skrá sig hér. http://www.tennishollin.is/2022/03/tennisaefingar-fyrir-unglinga-i-sumar/

Tennisakademia fyrir börn og unglinga sem æfa tennis verður einnig í gangi í allt sumar á virkum dögum. Umsjón hafa tennisþjálfararnir Milan Kosiscky og Diana Ivancheva. Hægt er að skrá sig hér. http://www.tennishollin.is/2022/03/tennisakademia-tennishallarinnar-og-tfk/

Tennisæfingar fyrir fullorðna. Tennisfélag Garðabæjar og Tennishöllin bjóða einnig upp á byrjendanámskeið í tennis fyrir fullorðna. Einnig er boðið uppá opin karla- og kvennakvöld og opna tíma í hádeginu. Hægt er að skrá sig hér á námskeið http://www.tennishollin.is/2022/04/byrjendanamskeid-i-tennis-fyrir-fullordna/

Skráningar og nánari upplýsingar um þessi námskeið eru í síma 564-4030, á heimsíðu Tennishallarinnar eða með þvi að senda tölvupóst á tennis@tennishollin.is

TFG - Tennishöllin/ Dalsmára 13
Sími: 564-4030
Netfang: tennis@tennishollin.is