Sumarstörf 2020 - störf fyrir 17-25 ára

Starfsheiti og starfslýsingar á sumarstörfum í Garðabæ árið 2020. Sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar.

ATH - Ráðningarvefur Garðabæjar var óvirkur um tíma um helgina 31. maí og 1. júní.  Vegna þessa hefur umsóknarfrestur verður framlengdur til og með 3. júní (til miðnættis 3. júní).

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar 5. maí sl. var samþykkt að gera ráð fyrir því að ráða öll ungmenni sem sótt hafa um sumarstarf hjá bænum í sumarvinnu í sumar. Um er að ræða ungmenni með lögheimili í Garðabæ á aldrinum 17-25 ára sem hafa sótt um sumarstörf áður en umsóknarfrestur rann út og einnig þau ungmenni sem voru búin að skrá sig á biðlista fyrir sumarstörfum.  

ATH þeir sem voru búnir að skrá sig á biðlista hafa fengið tölvupóst þar sem þeir eru beðnir um að sækja aftur um þau störf sem nú eru í boði. 

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um  ný sumarstörf fyrir aldurinn 18-25 ára auk starfa í umhverfishópum fyrir 17-18 ára.  Sækja skal um sumarstörfin á ráðningarvef Garðabæjar.

Ekki er hægt að tryggja val um ákveðin störf en tryggt er að allir þeir (á aldrinum 17-25 ára) sem sækja um fyrir lok umsóknarfrests fái sumarvinnu hjá Garðabæ. 

18-25 ára býðst 87,5% starf í 7 vikur
17 ára býðst 75% starf í 6 vikur

SUMARÁTAK 2020 - störf fyrir 17 ára (einstaklingar fæddir 2003):

Umhverfishópar, starfsmenn 17 ára

Í boði eru störf í umhverfishópum.

Starfssvið:
Störfin eru fjölbreytt og starfsvettvangur hópanna er bæði utan byggðar og í byggð.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2003
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kosturSUMARÁTAK 2020 - ný störf fyrir 18-25 ára (einstaklingar fæddir 1995-2002):

HREINN BÆR - BETRI BÆR

Hreinn bær - betri bær - fjölbreytt störf úti í náttúrunni

Leitað er að jákvæðu og duglegum einstaklingum til að starfa utandyra við fjölbreytt störf úti í náttúrunni.

Meðal verkefna:
 • Aðstoð við landvörð Garðabæjar við landvörslu á friðlýstum svæðum
 • Göngustígagerð
 • Hreinsun og fegrun hverfa
 • Viðhald á opnum svæðum og leiksvæðum
 • Þrif á strandlengjum
Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Frumkvæði og þjónustulund
 • Ekki eru gerðar neinar menntunarkröfur

LIST OG MENNING Í BÆ

Götuleikhús – Karnival


Leitað er að skapandi, jákvæðum og duglegum einstaklingum til starfa við götuleikhús/karneval. Hópurinn hefur það hlutverk að skemmta íbúum og gestum Garðabæjar með uppákomum á hinum ýmsu stöðum í sveitarfélaginu.


Meðal verkefna:
 • Undirbúa og skipuleggja uppákomur
 • Útbúa búninga og aðra fylgihluti
 • Semja texta og æfa framkomu
 • Sýna verkefnið með skipulögðum hætti um allt sveitarfélagið
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla af leiklist æskileg
 • Frumkvæði og sköpun æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið leiklistar, tónlistar, danslistar o.fl.

Listræn hönnun


Leitað er að skapandi, jákvæðum og duglegum einstaklingum til að starfa við framkvæmd verkefna er snúa að hönnun. Um er að ræða hönnun og vinnu við fána, regnbogagötur og merkingar.

Meðal verkefna:
 • Hönnun á fánum á ljósastaura við skóla
 • Hönnun og málun á regnbogagötum
 • Hönnun og merkingar á götur, hjóla- og gangstíga
 • Hönnun og merkingar vegna hvatninga til bæjarbúa og gesta
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla af hönnun og málningavinnu æskileg
 • Frumkvæði og sköpun æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið myndlistar, grafískrar hönnunar o.fl.

Mannlíf í hljóði og myndum


Störfin fela í sér að safna efni fyrir bæinn, taka loftmyndir með dróna, myndavélum, af gönguleiðum og í útmörk, hverfi, leikvellir, efla myndasafn fyrir upplýsingadeildina, af sumarstarfi hér og þar og mannlífi. Aðstoða við viðburði varðandi hljóð og mynd.


Meðal verkefna:
 • Taka loftmyndir með dróna, myndavélum
 • Vinna við uppsetningu hljóð og myndkerfa vegna viðburða
 • Smá viðhald tækjabúnaðar
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla og áhugi á tækni og tækjabúnaði
 • Verkefnin ná inn á námssvið tækni og lista

Sjálfskapandi menningarverkefni


Leitað er að skapandi, jákvæðum og duglegum einstaklingum til að starfa að eigin hugðarefnum í sértækum verkefnum í tengslum við Skapandi sumarstörf.

Meðal verkefna:

 • Verkefnið er sjálfskapandi menningarverkefni

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Frumkvæði og sköpun æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið lista

Uppsetning og framkvæmd ratleikja


Leitað er að skapandi, jákvæðum og duglegum einstaklingum til að starfa við uppsetningu og framkvæmd ratleikja þar sem þemað eru merkar minjar í Garðabæ.

Meðal verkefna:

 • Hönnun á ratleik
 • Skipulag og framkvæmd ratleikja
 • Skráning á útilistaverkum
 • Skráning á merkum minjum
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla í ratleikjagerð
 • Frumkvæði og sköpun æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið sagnfræði, landfræði, fornleifafræði o.fl.

Gerð viðskiptaáætlunar fyrir menningar- og fræðamiðstöð


Leitað er að jákvæðum og duglegum einstaklingi til að vinna viðskiptaáætlun fyrir menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ.

Meðal verkefna:
 • Greining á menningarmálum í Garðabæ
 • Greining á safnamálum í Garðabæ
 • Greining á skýrslu og framtíðarsýn um menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ
 • Viðskiptaáætlun fyrir nýja menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára (á árinu) 
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Þekking á vinnu við viðskiptaáætlanir er krafa
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið viðskipta, rekstrar og skyldra greina

STAFRÆN FRAMÞRÓUN OG ÞJÓNUSTA

Aðstoð - bókhaldsdeild

Starfið byggist á aðstoð í bókhaldi – ýmis fjölbreytt bókhaldsstörf.

Meðal verkefna:
 • Færa bókhald
 • Afstemmingar í bókhaldi á ýmsum reikningum
 • Frágangur og pökkun á bókhaldsgögnum til geymslu
 • Þjónusta við deildir bæjarins og símsvörun
 • Ýmiss önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Þekkingu á bókahaldskerfi/um, helst Navision
 • Verkefnin ná inn á námssvið viðskipta-, rekstrar- og hagfræði

Aðstoð - kjaradeild við launavinnslu

Meðal verkefna:
 • Launavinnsla
 • Skönnun og frágangur gagna
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Talnagleggni, góð rökhugsun og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Þekking og reynsla í helstu aðgerðum í Excel
 • Skilningur og hæfni til að lesa úr kjarasamningum
 • Góð samskiptahæfni 
 • Verkefnin ná inn á svið viðskiptafræði, rekstrarfræði og skyldra greina

Aðstoð - skjalavarsla

Störfin krefjast vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæðra vinnubragða.

Meðal verkefna:

 • Pökkun og skráning skjala
 • Skönnun og skráning í skjalakerfið Onesystems
 • Frágangur í skjalageymslu
 • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á svið upplýsingafræði, sagnfræði, félagsfræði eða lögfræði

Aðstoð - tölvudeild

Fjölbreytt verkefni hjá tölvudeild Garðabæjar sem stuðla að stafrænni framþróun bæjarins.

Meðal verkefna:
 • Yfirferð og uppsetning eldri tölvubúnaðar og finna framhaldslíf fyrir hann í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
 • Aðstoð við uppsetningu á nýju umsjónarkerfi fyrir spjaldtölvur
 • Skráningarvinna, leiðbeiningagerð og fleira
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná t.d. inn á námssvið tölvunafræði, upplýsingatækni, kerfisstjórnunar, verkfræði o.fl.

 Aðstoð – tæknideild

Leitað er að jákvæðum og duglegum einstaklingum til starfa bæði utan- og innandyra á umhverfis- og tæknideild.

Meðal verkefna:
 • Yfirferð teikninga
 •  Skráning upplýsinga
 • Flokkun
 • Innsetning á umhverfis- og byggingagögnum á vef
 • Afla nýrra gagna til að setja inn á vef
 • Mælingar
 • Innsetning upplýsinga á kortavef
 • Skanna og flokka nýjar og eldri teikningar
 • Eftirlit með verktökum
 • Magntaka
 • Annað tilfallandi

Áhættumat kennsluhugbúnaðar

Samstarfsverkefni tölvudeildar og fræðslusviðs. Grunnvinna við þróun og prófun verkferla í áhættumati hugbúnaðar.

Verkefnið:
 • Áhættumat hugbúnaðar m.t.t. persónuverndarlaga
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnið nær t.d. inn á námssvið tölvunarfræði, lögfræði, kennslufræði, upplýsingatækni, kerfisstjórnunar eða sambærilegrar menntunar

Grisjun, skráning og pökkun skjala

Leitað er að jákvæðum og duglegum einstaklingum til að starfa við grisjun, skráningu og pökkun skjala í skólum bæjarins.

Meðal verkefna:
 • Grisjun gagna
 • Skráning gagna
 • Pökkun gagna 
 • Frágangur á gögnum
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Þekking á skjalamálum æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið upplýsingafræði og sambærilegt

Samveitur Garðabæjar


 • Mælingar lagna
 • Önnur tilfallandi verkefni


Stafræn verkefni á fjölskyldusviði

Meðal verkefna:
 • Bæta upplýsingar á vefnum, t.d. meiri og betri upplýsingar um félagsþjónustu
 • Fara í gegnum og laga stafræn eyðublöð á vefnum, sérstaklega þau sem varða þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara. Það á t.d. eftir að uppfæra eyðublöðin miðað við lög um fatlað fólk
 • Fara yfir stöðluð bréf sviðsins og laga
 • Skönnun í One
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið félagsráðgjafar, lögfræði, skjalavörslu

Ýmis störf í stofnunum bæjarins

Þar sem starfsmenn vantar hjá stofnunum bæjarins s.s. leikskólum o.fl.


Þjónustumiðstöð - skráningarvinna

 • Taka á móti upplýsingum
 • Skrá upplýsingar
 • Annað tilfallandi

SUMARFJÖR

Sumarfjör

Leitað er að jákvæðum og duglegum einstaklingum til að starfa við sumarfrístundaheimili í grunnskólum Garðabæjar. 

Meðal verkefna:
 • Vinna með börnum
 • Leikjanámskeið
 • Útivera og ævintýraferðir
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Frumkvæði og sköpun æskileg
 • Reynsla af vinnu með börnum æskileg
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Verkefnin ná inn á námssvið tómstundafræða og kennslufræða


VELFERÐ OG HEILSUEFLING

Félagsleg virkni og stuðningur við einstaklinga á fjárhagsaðstoð á tímum Covid

Meðal verkefna:
 • Styðja við og hvetja til félagslegrar virkni
 • Aðstoða við atvinnuleit
 • Styðja við virkni eins og hreyfingu og það að sinna áhugamálum

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið félagsráðgjafar, tómstundafræða, kennslufræða, og sálfræði

Félagsleg virkni og stuðningur við fatlað fólk

Meðal verkefna:
 • Stuðla að félagslegri virkni fatlaðs fólks í sjálfstæðri búsetu í Garðabæ bæði með hvatningu og stuðningi við þátttöku í virkni af ýmsum toga

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið fötlunarfræða, félagsráðgjafar, tómstundafræða, kennslufræða og sálfræði

Félagslegur stuðningur við börn á tímum Covid

Meðal verkefna:
 • Styðja félagslega við börn í Garðabæ sem eru í viðkvæmri stöðu s.s. börn af erlendum uppruna, börn í barnaverndarmálum og börn sem eru félagslega einangruð og geta ekki nýtt sér án stuðnings sumarúrræði sem í boði eru í sveitarfélaginu.
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið félagsráðgjafar, tómstundafræða, kennslufræða, fötlunarfræða og sálfræði

Léttum lund - félagsleg virkni og stuðningur við aldraða einstaklinga

Meðal verkefna:
 • Stuðla að félagslegri virkni eldri borgara í sjálfstæðri búsetu í Garðabæ
 • Kynning á þeirri virkni sem boðið er upp á
 • Hvatning og stuðningur við þátttöku í virkni
 • Heimsóknir og samvera
 • Skráning verkefnis

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið heilbrigðisvísinda, félagsráðgjafar, tómstundafræða, kennslufræða og sálfræði

Liðkum liði og eflum styrk

Meðal verkefna:

Stuðla að aukinni hreyfingu fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu í Garðabæ.

 • Greining á getu og styrk
 • Uppsetning á einstaklingsáætlun
 • Stuðningur við framkvæmd áætlunar
 • Skáning verkefnis

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Verkefnin ná inn á námssvið heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, íþróttafræði

Merking göngu- og hlaupaleiða

 • Finna hentugar hlaupaleiðir í sveitafélaginu
 • Merkja inná kort

Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Frumkvæði og jákvæð vinnubrögð
 • Verkefnin ná inn á námssvið verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði, skipulagsfræði eða sambærilegrar menntunar

Upplýsingasöfnun og úrvinnsla gagna

Leitað er að jákvæðum og duglegum einstaklingum til starfa við gagnasöfnun um líðan og heilsu Garðbæinga, úrvinnslu gagna í excel og vinnu við kynningu á hvatapeningum og aukinni nýtingu þeirra hjá þremur elstu árgöngunum (16, 17 og 18 ára). Starfsaðstaða verður í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Meðal verkefna:

 • Söfnun upplýsinga í verkefninu „Heilsueflandi Garðabær“
 • Hringja út og fylgja eftir gagnaöflun
 • Úrvinnsla gagna
 • Undirbúa kynningar á hvatapeningum fyrir tiltekna markhópa og setja þær í tiltekna miðla
 • Heilsueflandi verkefni mismunandi aldurshópa
Hæfniskröfur:
 • Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-25 ára
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla af gagnasöfnun
 • Verkefnin ná inn á námssvið íþróttafræða, heilbrigðis-, náttúru-, eða félagsvísinda, eða sambærilegrar menntunar


VINNUSKÓLI FYRIR UNGMENNI

Upplýsingar um vinnuskólann má nálgast hér. 
Vinnuskólinn er fyrir 14 - 16 ára ungmenni (fædd árin 2006, 2005 og 2004).


Hér fyrir neðan eru störf sem voru auglýst fyrr í vor - umsóknarfrestur fyrir þau störf rann út 9. mars 2020. 

GARÐYRKJUDEILD

Almenn garðyrkjustörf

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við almenn garðyrkjustörf. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Flokkstjórar við garðyrkju

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra almennum garðyrkjuhópum.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og gera vinnuskýrslur fyrir hópinn.

Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí og fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1999 eða fyrr
 • Stundvísi, jákvæðni, lipurð og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki
 • Starfsreynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Störf í slætti

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við slátt. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.


Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Flokkstjórar við slátt

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra sláttuhópum.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum sláttuhóp, stýra verkefnum á verkstað, gera vinnuskýrslur fyrir hópinn og hafa umsjón með vélum og búnaði sláttuhópa.

Starfstímabilið er um 14 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí og út ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1999 eða fyrr
 • Stundvísi, jákvæðni, lipurð og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki
 • Starfsreynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:
Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

Almennir verkamenn

Þjónustumiðstöð auglýsir eftir almennum verkamönnum í sumarstörf. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.


Starfssvið:

 • Í starfinu felst að vinna við almennt viðhald á götum, gangstéttum og graseyjum
 • Aðstoð við viðgerðir á vatnsveitu- og fráveitulögnum
 • Ýmisleg smáverk t.d. hreinsun bæjarins, yfirmálun veggjakrots og fleira
 • Ýmis önnur verkefni sem til falla

Reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Samviskusemi og stundvísi

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Sigurður Hafliðason, forstöðumaður

Netfang: sigurdurhaf@gardabaer.is

Sími: 591 4587

FJÖLBREYTT SUMARSTÖRF

Umhverfishópar, yfirflokkstjóri

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir yfirflokkstjóra til starfa til að stýra umhverfishópum.

Starfssvið:

Í starfinu felst stefnumótun, skipulagning, ábyrgð og stýring á vinnuhópum í samvinnu við garðyrkjustjóra. Ábyrgð á daglegu starfi flokkstjóra, vinnuhópa og verkefnum.


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Æskilegur aldur 23 ára eða eldri (fædd/-ur árið 1997 eða fyrr)
 • Menntun og reynsla á sviði stjórnunar telst kostur
 • Menntun á sviði umhverfis- og verkmennta telst kostur
 • Menntun og reynsla í uppeldismálum er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst.


Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Umhverfishópar, flokkstjórar

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra hópum við almenn sumarstörf.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og skila vinnuskýrslum.

Starfstímabilið er um 10 vikur, á tímabilinu júní og júlí. Daglegur vinnutími er 8 klst.

Starfsvettvangur er að mestu á útivistarsvæðum utan byggðar.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1999 eða fyrr
 • Stundvísi, jákvæðni, lipurð og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki
 • Starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Umhverfishópar, starfsmenn

Auglýst er eftir starfsmönnum til starfa í umhverfishópum.

Starfssvið:

Störfin eru fjölbreytt og starfsvettvangur hópanna er bæði utan byggðar og í byggð.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2003 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.


Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


Störf í slætti í Garðakirkjugarði

Garðakirkjugarður auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við slátt.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579


FJÖLBREYTT STÖRF Í STOFNUNUM

Bæjarskrifstofur

Bæjarskrifstofur – starf við launvinnslu:

Helstu verkefni:

 • Almenn launavinnsla
 • Skönnun og annar frágangur gagna

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 1998 eða fyrr
 • Talnagleggni, góð rökhugsun og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Þekking og reynsla af helstu aðgerðum í excel
 • Skilningur og hæfni til að lesa úr kjarasamningum
 • Góð samskiptahæfni
 • Þekking á H3 launakerfi er kostur


Bæjarskrifstofur – aðstoð á tæknideild

Helstu verkefni:

 • Skönnun og flokkun teikninga
 • Gagnaskráning
 • Almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 2000 eða fyrr
 • Hafa lögheimili í Garðabæ
 • Nákvæmni og samviskusemi


Bæjarskrifstofur – aðstoð við skjalavörslu

Helstu verkefni:

 • Pökkun og skráning skjala
 • Skönnun og skráning í skjalakerfið Onesystems
 • Frágangur í skjalageymslu
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • T.d. nemi í sagnfræði, upplýsingafræði, félagsfræði eða lögfræði
 • Góð tölvukunnátta og öguð og nákvæm vinnubrögð
 • Þekking á Onesystems er mikill kostur
 • Vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Vilji til að taka tilsögn


Bæjarskrifstofur – starf í þjónustuveri

Helstu verkefni:

 • Móttaka viðskiptavina í Ráðhúsinu
 • Aðstoð við viðskiptavini í gegnum síma
 • Skráning á gögnum og upplýsingum
 • Almenn skrifstofustörf

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 1999 eða fyrr
 • Hafa lögheimili í Garðabæ
 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Rík þjónustulund
 • Lipurð í samskiptum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500


Flokkstjórar í leikskólum Garðabæjar

Auglýst er eftir flokkstjórum í leikskólum Garðabæjar. Sjá nánar listann hér fyrir neðan.

Starfssvið:

 • Í samvinnu við leikskólastjóra felst starfið í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna á aldrinum 17- 20 ára sem eru sumarstarfsmenn leikskólanna
 • Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka
 • Önnur verkefni sem leikskólastjóri felur honum að sinna


Menntun , reynsla og hæfniskröfur:

 • Æskilegur aldur 20 ára eða eldri (fædd/-ur árið 2000 eða fyrr)
 • Menntun og reynsla á sviði uppeldis er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Starfstímabilið er 10 vikur á tímabilinu júní til ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Halldóra Pétursdóttir, leikskólafulltrúi

halldorapet@gardabaer.is

Sími 525 8500

Í boði eru störf á eftirtöldum leikskólum:

Starf á leikskólanum Ökrum

Starf á leikskólanum Bæjarbóli

Starf á leikskóladeild Flataskóla

Starf á leikskólanum Holtakoti

Starf á leikskólanum Hæðarbóli

Starf á leikskólanum Kirkjubóli

Starf á leikskólanum Krakkakoti

Starf á leikskólanum Lundabóli

Starf á leikskólanum Sunnuhvoli

Starf á leikskóladeild Urriðaholtsskóla


Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands – aðstoð við safneign og miðlun:

Helstu verkefni:

 • Flokkun safngripa og frágangur
 • Ljósmyndun safngripa fyrir geymsluskrá
 • Skráning á gögnum og upplýsingum
 • Almenn skrifstofustörf
 • Endurskipulag varðveislurýma
 • Móttaka safngesta í sýningarýmum safnsins
 • Afgreiðsla og móttaka (Safnbúð)

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 2002 eða fyrr
 • Hafa lögheimili í Garðabæ
 • Rík þjónustulund
 • Nákvæmni og samviskusemi
 • Lipurð í samskiptum
 • Áhugi á íslenskri hönnun er kostur
 • Þekking á söfnum er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns

sigridurs@honnunarsafn.is

Sími 512 1525


Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar er almenningssafn sem er með starfsemi á tveimur stöðum í bænum þ.e. á Garðatorgi þar sem aðalsafnið er og útibúið á Álftanesi í Álftanesskóla.

Bókasafn Garðabæjar Garðatorgi og Álftanessafn – starf við afgreiðslu:

Helstu verkefni:

 • Almenn afgreiðslustörf
 • Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit
 • Aðstoð við viðskiptavini í gegnum síma
 • Frágangur, uppröðun og fínröðun safnefnis
 • Önnur störf sem falla til á safninu

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 2002 eða fyrr
 • Hafa lögheimili í Garðabæ
 • Rík þjónustulund
 • Lipurð í samskiptum
 • Snyrtimennska
 • Áhugi á starfsemi almenningsbókasafna

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Margrét Berndsen Sigurgeirsdóttir, safnstjóri almenningsbókasafns

margretsig@gardabaer.is

Sími 591 4550


Þjónusta við eldri borgara í Jónshúsi

Tækifæri fyrir ungmenni að taka þátt í hinum ýmsu störfum með Heldri borgurum. Starfið er fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt.

Helstu verkefni:

 • Dagleg verkefni í Jónshúsi, félagsmiðstöð
 • Afgreiðsla í kaffiteríu
 • Frágangur í eldhúsi og sal
 • Aðstoða við viðburði/skemmtanir eftir þörfum
 • Gluggaþrif og tiltekt
 • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

 • Vera fædd/-ur árið 2003 eða fyrr
 • Hafa lögheimili í Garðabæ
 • Rík þjónustulund
 • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
 • Snyrtimennska og góð ástundun

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur 2003 eða fyrr).
Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Berglind Rós Pétursdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra

berglindpe@gardabaer.is
Sími 512 1502

Starf á heimili fatlaðs fólks

Heimili fatlaðs fólks í Garðabæ óska að ráða fólk til sumarafleysinga. Unnið er á vöktum og aðra hverja helgi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þjónusta við fatlað fólk
 • Aðstoða þjónustunotendur við allar athafnir daglegs lífs svo sem tómstundaiðkun, heimilishald o.fl.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr
 • Góð almenn menntun
 • Íslenskukunnátta
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar um störfin veita:

Ingibjörg Friðriksdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Krókamýri, sími: 565 9505 og 617 1581, eða með því að senda fyrirspurn á ingibjorgf@gardabaer.is

Íris Ellertsdóttir, forstöðumaður Miðskógum, sími: 565 4525 og 617 1584 eða með því að senda fyrirspurn á irise@gardabaer.is

Karitas Sara Häsler, forstöðmaður Ægisgrund, sími: 565 8130 og 617 1583 eða með því að senda fyrirspurn á karitasha@gardabaer.is

Sigurður Sigurðsson, forstöðuþroskaþjálfi Sigurhæð, sími: 544 4700 og 617 1582 eða með því að senda fyrirspurn á sigurdursi@gardabaer.is


Aðstoðarmaður verkefnastjóra í skapandi sumarstörf

Auglýst er eftir aðstoðarmanni verkefnastjóra í skapandi sumarstörf


Starfssvið:

 • Í samvinnu við verkefnastjóra felst starfið í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna í skapandi sumarstarfi
 • Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka
 • Önnur verkefni sem verkefnastjóri felur honum að sinna


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Æskilegur aldur 20 ára eða eldri (fædd/-ur árið 2000)
 • Menntun og reynsla í lista- og menningarmálum er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Meðmæli frá fyrri störfum

Starfstímabilið er 10 vikur á tímabilinu júní til ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

eirikurbjorn@gardabaer.is

Sími: 525 8500


Starfsmenn í skapandi sumarstörf

Skapandi sumarstörf eru starfrækt yfir sumartímann ár hvert. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum.

Umsækjendur munu taka þátt í tveimur sameiginlegum viðburðum á vegum Skapandi sumarstarfa yfir sumarið. Um er að ræða Jónsmessugleði Grósku og Lokahátíð Skapandi sumarstarfa. Auk þess mun hvert verkefni þurfa að standa fyrir einum viðburði, eða setja upp verk sín á sýnilegan hátt fyrir vegfarendur í bænum.

Ef hópur sækir um með verkefni þá þurfa allir meðlimir hans að skila inn umsókn. Athugið að Garðabær greiðir einungis laun til einstaklinga, en kemur ekki að fjármögnun á verkefnunum sjálfum.

Þessi störf eru hluti af sumarátaki Garðabæjar fyrir ungt fólk og gerð er krafa um að umsækjendur hafa lögheimili í Garðabæ.

Umsókninni þarf að fylgja:

 • Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum
 • Tíma- og verkáætlun verkefnisins
 • Fjárhagsáætlun með upplýsingum um fjármögnun
 • Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina þarf einn aðila sem tengilið verkefnisins


Afgreiðsla umsókna:

Verkefnastjóri skapandi sumarstarfs fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni. Þættir sem eru hafðir til hliðsjónar við verkefnaval eru sem hér segir:

 • Markmið, verkáætlun og framkvæmd
 • Frumleiki hugmyndarinnar
 • Samfélagsleg vídd verkefnisins
 • Reynsla umsækjenda
 • Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins sé tryggður
 • Fjölbreytni í verkefnavali/vægi á milli listgreina – málaflokka
 • Kynjahlutfall umsækjenda
 • Gæði umsóknarinnar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003)

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr)

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

eirikurbjorn@gardabaer.is

Sími: 525 8500


Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni 17 ára og eldri

Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni fædd 2003 eða fyrr. Úrræðið tryggir ungmennum 17 ára og eldri vinnu í allt að 6-7 tíma á dag. Gerð er krafa um að umsækjendur hafa lögheimili í Garðabæ.

Boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Markmiðið með úrræðinu er að gefa öllum ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í störfum með stuðningi.

Frístundastarfið verður fjölbreytt og sniðið að þörfum þeirra sem taka þátt og unnið með þeim að þróun starfsins. Markmiðið með frístundastarfinu er að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559


Stuðningur við fötluð ungmenni, við sumarstörf og frístund

Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ og boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennunum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

Starfssvið:

 • Styðja við fatlað fólk í almennum störfum hjá Garðabæ
 • Efla sjálfstæði og styrkja félagsleg tengsl í frístundastarfi

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur
 • Jákvæðni og samskiptahæfni


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559


Stuðningur við börn með sérþarfir á sumarnámskeiðum

Starfssvið:

 • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við börn
 • Stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börnin

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af starfi með fötluðum börnum er kostur
 • Umburðarlyndi, skilningur, leikgleði og jákvæð hvatning
 • Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559


Stuðningur við fötluð ungmenni, verkefnastjóri

Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ. Auglýst er eftir verkefnastjóra til að stýra úrræðinu.

Markmiði starfsins:

Að gefa ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í hinum ýmsu störfum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra ásamt því að leggja áherslu á fjölbreytt frístundastarf.

Almennt er gert ráð fyrir 4 stundum á dag í vinnu og að síðan taki við frístundastarf með ungmennunum.

Starfssvið:

 • Skipulagning, ábyrgð og stýring á verkefninu
 • Samskipti við foreldra
 • Samskipti við vinnustaði bæði á vegum bæjarins og annarra

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun er æskileg
 • Reynsla af störfum með fötluðu fólki
 • Reynsla af stjórnun og skipulagsvinnu æskileg

Vinnutímabil er frá miðjum apríl fram í miðjan ágúst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559


Stuðningur við fötluð ungmenni, aðstoðarmaður verkefnastjóra

Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ. Auglýst er eftir aðstoðarmanni verkefnastjóra.

Markmiði starfsins:

Að gefa ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í hinum ýmsu störfum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra ásamt því að leggja áherslu á fjölbreytt frístundastarf.

Almennt er gert ráð fyrir 4 stundum á dag í vinnu og að síðan taki við frístundastarf með ungmennunum.

Starfssvið:

 • Skipulagning, ábyrgð og stýring á verkefninu
 • Samskipti við foreldra
 • Samskipti við vinnustaði bæði á vegum bæjarins og annarra

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun er æskileg
 • Reynsla af störfum með fötluðu fólki


Vinnutímabil er um 11 vikur frá miðjum maí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559


Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera fæddir 2003 eða fyrr
 • Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
 • Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2003 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2003).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2002 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

Hægt er að sækja um störf á eftirtöldum stöðum:

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -Vífill
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -UMFÁ
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -TFG
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -GÁ golfklúbbur
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Svanir
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Stjarnan
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – Oddur vallarstarfsmenn
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstunda - Klifið
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG vallarstarfsmenn
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG námskeið
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Draumar

FLOKKSTJÓRASTÖRF VIÐ VINNUSKÓLANN

Yfirflokkstjórar vinnuskólans

Starfssvið:

 • Í starfinu felst stefnumótun, skipulagning, ábyrgð og stýring á vinnuskóla í samvinnu við forstöðumann
 • Ábyrgð á daglegu starfi flokkstjóra, unglingavinnuhópa og verkefnum
 • Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka
 • Tómstunda- og forvarnastarf
 • Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni


Menntunar og hæfniskröfur:

 • Menntun eða reynsla á sviði stjórnunar er æskileg
 • Reynsla af starfi við vinnuskóla s.s. flokkstjórn eða sambærilegt
 • Uppeldismenntun er kostur
 • Verk- og listkunnátta er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Gott orðspor og meðmæli frá fyrri störfum


Vinnutímarammi er frá kl. 8:00 til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00 til 15:30. Vinnutímabil er 2,5 mánuðir (maí – júlí).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Gunnar Richardson, forstöðumaður

gunnar@gardalundur.is

Sími 590 2570


Flokkstjórar við vinnuskólann

Starfssvið:

 • Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl.
 • Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka
 • Tómstunda -og forvarnastarf að hluta
 • Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Reynsla af flokkstjórn, hópstjórn, þjálfun eða sambærilegu
 • Uppeldismenntun er kostur
 • Reynsla af starfi með unglingum er kostur
 • Menntun og reynsla í listum, verkmenntun og félagsmálum er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Gott orðspor og meðmæli frá fyrri störfum

Vinnutímarammi er frá kl. 8:00 til 16.30 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00 til 15:30. Vinnutímabil er 2 mánuðir (júní – júlí).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2020.

Nánari upplýsingar:

Gunnar Richardson, forstöðumaður

gunnar@gardalundur.is

Sími 590 2570