Sumarstörf 2021 fyrir 17 ára

Starfsheiti og starfslýsingar á sumarstörfum í Garðabæ árið 2020. Sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar.


Störf fyrir 17 ára (einstaklingar fæddir 2004)

Umhverfishópar


Auglýst er eftir starfsmönnum til starfa í umhverfishópum.
Starfssvið:
Störfin eru fjölbreytt og starfsvettvangur hópanna er bæði utan byggðar og í byggð.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2004
• Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
• Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
• Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar:
Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri
Netfang: smarig@gardabaer.is
Sími: 591 4579

Fjölbreytt störf í stofnunum 


Störf í leikskólum Garðabæjar


Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til aðstoðar/afleysingar í leikskólum Garðabæjar. Sjá nánar listann hér fyrir neðan.
Markmið starfsins:
Að gefa ungmennum tækifæri til að taka þátt í hinum ýmsu störfum innan leikskóla. Starfið er fjölbreytt og skapandi.
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2004
• Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
• Krafist er góðrar ástundunar, virkni og vinnusemi
• Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.

Nánari upplýsingar:
Halldóra Pétursdóttir, leikskólafulltrúi
halldorapet@gardabaer.is
Sími 525 8500
Í boði eru störf á eftirtöldum leikskólum:
Starf á leikskólanum Ökrum
Starf á leikskólanum Bæjarbóli
Starf á leikskóladeild Flataskóla
Starf á leikskólanum Holtakoti
Starf á leikskólanum Hæðarbóli
Starf á leikskólanum Kirkjubóli
Starf á leikskólanum Krakkakoti
Starf á leikskólanum Lundabóli
Starf á leikskólanum Sunnuhvoli
Starf á leikskóladeild UrriðaholtsskólaÞjónusta við eldri borgara í Jónshúsi


Tækifæri fyrir ungmenni að taka þátt í hinum ýmsu störfum með Heldri borgurum. Starfið er fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt.
Helstu verkefni:
• Dagleg verkefni í Jónshúsi, félagsmiðstöð
• Afgreiðsla í kaffiteríu
• Frágangur í eldhúsi og sal
• Aðstoða við viðburði/skemmtanir eftir þörfum
• Gluggaþrif og tiltekt
• Önnur verkefni
Hæfniskröfur:
• Vera fædd/-ur árið 2004
• Hafa lögheimili í Garðabæ
• Rík þjónustulund
• Jákvæðni og ábyrgðarkennd
• Snyrtimennska og góð ástundun
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur 2004).
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar:
Berglind Rós Pétursdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra
berglindpe@gardabaer.is
Sími 512 1502

Skapandi sumarstörf


Starfsmenn í skapandi sumarstörf


Skapandi sumarstörf eru starfrækt yfir sumartímann ár hvert. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum.
Umsækjendur munu taka þátt í tveimur sameiginlegum viðburðum á vegum Skapandi sumarstarfa yfir sumarið. Um er að ræða Jónsmessugleði Grósku og Lokahátíð Skapandi sumarstarfa. Auk þess mun hvert verkefni þurfa að standa fyrir einum viðburði, eða setja upp verk sín á sýnilegan hátt fyrir vegfarendur í bænum.
Ef hópur sækir um með verkefni þá þurfa allir meðlimir hans að skila inn umsókn. Athugið að Garðabær greiðir einungis laun til einstaklinga, en kemur ekki að fjármögnun á verkefnunum sjálfum.
Þessi störf eru hluti af sumarátaki Garðabæjar fyrir ungt fólk og gerð er krafa um að umsækjendur hafa lögheimili í Garðabæ.
Umsókninni þarf að fylgja:
• Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum
• Tíma- og verkáætlun verkefnisins
• Fjárhagsáætlun með upplýsingum um fjármögnun
• Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina þarf einn aðila sem tengilið verkefnisins
Afgreiðsla umsókna:
Verkefnastjóri skapandi sumarstarfs fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni. Þættir sem eru hafðir til hliðsjónar við verkefnaval eru sem hér segir:
• Markmið, verkáætlun og framkvæmd
• Frumleiki hugmyndarinnar
• Samfélagsleg vídd verkefnisins
• Reynsla umsækjenda
• Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins sé tryggður
• Fjölbreytni í verkefnavali/vægi á milli listgreina – málaflokka
• Kynjahlutfall umsækjenda
• Gæði umsóknarinnar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
eirikurbjorn@gardabaer.is
Sími: 525 8500

Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni 17 ára 


Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni 17 ára


Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni fædd 2004. Úrræðið tryggir ungmennum 17 ára vinnu í allt að 6 tíma á dag. Gerð er krafa um að umsækjendur hafa lögheimili í Garðabæ.
Boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Markmiðið með úrræðinu er að gefa öllum ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í störfum með stuðningi.
Frístundastarfið verður fjölbreytt og sniðið að þörfum þeirra sem taka þátt og unnið með þeim að þróun starfsins. Markmiðið með frístundastarfinu er að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi
Palaei@gardabaer.is
Sími 525 8559


Stuðningur við fötluð ungmenni, aðstoðarmenn við störf


Stuðningur við fötluð ungmenni, við sumarstörf og frístund


Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ og boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennunum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

Starfssvið:
• Styðja við fatlað fólk í almennum störfum hjá Garðabæ
Efla sjálfstæði og styrkja félagsleg tengsl í frístundastarfi
Hæfniskröfur:
• Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur
• Jákvæðni og samskiptahæfni
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi
Palaei@gardabaer.is
Sími 525 8559


Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga


Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu vera fæddir 2004
• Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ
• Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar
• Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2004 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.
Vinnutími er 6 tímar á dag í 6 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2004).
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2021.
Nánari upplýsingar:
Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri
ingath@gardabaer.is
Sími 525 8500
Hægt er að sækja um störf á eftirtöldum stöðum:
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -Vífill
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -UMFÁ
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -TFG
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -GÁ golfklúbbur
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Svanir
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Stjarnan
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – Oddur vallarstarfsmenn
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstunda - Klifið
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG vallarstarfsmenn
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG námskeið
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Draumar
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – hestamannafélagið Sóti

Vinnuskóli fyrir ungmenni 14-16 ára

Upplýsingar um vinnuskólann má nálgast hér.