Ný forvarnastefna í vinnslu

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar fylgir eftir stefnumótun og þróun forvarna í bæjarfélaginu.
Nú stendur yfir vinna við gerð nýrrar forvarnastefnu Garðabæjar.

Drög að stefnunni liggja fyrir og íbúar Garðabæjar geta hér skoðað drögin og sent inn ábendingar eða athugasemdir um stefnuna.  

FORVARNASTEFNA GARÐABÆJAR- drög til umsagnar. 

Ábendingar íbúa, félagasamtaka og fleiri aðila

Íbúar Garðabæjar, fulltrúar félagasamtaka eða aðrir sem vilja senda inn athugasemdir eða ábendingar um stefnuna geta sent inn ábendingar í gegnum ábendingaform hér neðst á síðunni til og með mánudagsins 8. febrúar nk. 

Stefnan ásamt ábendingum/athugasemdum verður tekin til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar í febrúar.  Stefnan verður einnig send til umsagnar í nefndum Garðabæjar áður en hún verður lögð fyrir bæjarstjórn Garðabæjar til samþykktar. 

Áhersluþættir í nýju forvarnastefnunni 

Áhersluþættir í nýju forvarnastefnunni koma fram í undirköflunum upplýst-, öruggt-, öflugt-, hvetjandi-, ábyrgt-, og heilsueflandi samfélag. Hver áhersluþáttur tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem birtist með táknmyndum þeirra kafla sem tengingin á við og bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að stefna að.

Innan þessara áhersluþátta eru talin upp leiðarljós sem unnið skal að með tilteknum „stoðum“, sem aftur leiða af sér „aðgerðir“.  Aðgerðaráætlanir verða síðan til á hverju sviði stjórnsýslunnar. Skulu þær ávallt taka mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Með þessu er stefnt að því að hafa ávallt yfirsýn yfir forvarnir í Garðabæ og hvaða svið er ábyrgt varðandi þau verkefni sem eru í gangi.


Senda inn ábendingu

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: