Viðburðir

Fjölskylduhátíð Skátafélagsins Svana 1.9.2019 14:00 - 16:00 Skátaheimili Svana

Skátafélagið Svanir býður öllum, ungum sem öldnum, sem vilja kynnast starfinu þeirra á opið hús sunnudaginn 1. september.

Lesa meira
 
Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 4.9.2019 - 5.9.2019 13:00 - 14:30 Sveinatunga

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Lesa meira
 
Soguganga_Mariuvellir_maeting_040919

Lýðheilsuganga-Söguganga-NÁTTÚRA- Urriðakotshraun-Vífilsstaðahlíð 4.9.2019 18:00 - 19:30

Náttúra er þema fyrstu göngunnar þar sem gengið verður í Heiðmörk miðvikudaginn 4. september kl. 18. Mæting er við bílastæði við Maríuvelli

Lesa meira
 

Söngstund kl. 13 5.9.2019 13:00 Bókasafn Garðabæjar

Þóranna Gunný Gunnarsdóttir les, leikur og syngur fyrir 2.- 6. ára börn í Bókasafni Garðabæjar. 

Lesa meira
 
Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi

Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 5.9.2019 17:00 Sveinatunga

Boðað er til næsta fundar bæjarstjórnar fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 17:00 fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.

Lesa meira
 
Götubitaboð í Hönnunarsafni Íslands

Pólskt götubitaboð í Hönnunarsafni Íslands 6.9.2019 18:00 Hönnunarsafn Íslands

Pólskt götubitaboð - föstudaginn 6. september kl. 18 í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg

Lesa meira
 

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar 7.9.2019 12:00 Bókasafn Garðabæjar

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar verður haldin laugardaginn 7. september. Ofurhetjuþema!
Kl.12 les Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndskreytir les úr nýrri bók, Kennarinn sem hvarf og segir frá öðrum verkum.
Þar á eftir verða þrír lestrarhestar dregnir úr umsagnarmiðunum í lukkukassanum sem fá bók í verðlaun. Allir sem sýna lestrardagbókina sína fá glaðning.

Lesa meira
 
Sirrý Arnardóttir

Þegar kona brotnar -Sirrý Arnardóttir 9.9.2019 18:00 Bókasafn Garðabæjar

Íslenskar konur virðast geta axlað mikla ábyrgð og þolað mikið álag – en hvað gerist ef áreynslan verður þeim um megn? Sirrý ætlar að fræða okkur um það mánudaginn 9. september klukkan 18 í Bókasafni Garðabæjar. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og kostar ekkert. 

Lesa meira
 
Hreystigarður og strandblakvellir

Lýðheilsuganga frá Ásgarði 11.9.2019 18:00 - 19:00 Íþróttamiðstöðin Ásgarður

Miðvikudaginn 11. september kl. 18:00 leiðir Svandís Ríkharðsdóttir íþróttakennari hressingargöngu frá íþróttamiðstöðinni Ásgarði með viðkomu í nýja Bæjargarðinum

Lesa meira
 

Uppskeruhátíð hjá Skólagörðum kl. 10 14.9.2019 10:00 - 14:00 Silfurtún

Laugardaginn 14. september verður uppskeruhátíð hjá Skólagörðum Garðabæjar. Hátíðin stendur frá kl. 10 - 16 og í hádeginu verða grillaðar pylsur fyrir duglega ræktendur og aðstoðarmenn þeirra.   

Lesa meira
 

Lesið fyrir hund kl. 11:30 14.9.2019 11:30 Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi býður börnum að heimsækja safnið og lesa fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á upplestur, laugardaginn 14. september kl. 11:30.

Lesa meira
 
Eygló

Smástundamarkaður kl. 12 14.9.2019 12:00 - 17:00 Hönnunarsafn Íslands

Smástundamarkaður EYGLO verður í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 14. september kl. 12-17.

Lesa meira
 

Upplestur á Nærbuxnaverksmiðjunni og Nærbuxnanjósnurunum 14.9.2019 13:00 Bókasafn Garðabæjar

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur les upp úr barnabókinni Nærbuxnaverksmiðjan og óútkominni bók Nærbuxnanjósnararnir, laugardaginn 14. september kl. 13.

Lesa meira
 
Að byggja borg

Fjölskyldusmiðja kl. 13 15.9.2019 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands

Fjölskyldusmiðjan Að byggja borg verður í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september nk. kl. 13-15. 

Lesa meira
 

Lauflétti leshringurinn kl. 18:30 17.9.2019 18:30 Bókasafn Garðabæjar

Lauflétti leshringurinn hittist þriðja þriðjudag í mánuði klukkan 18:30 yfir vetrartímann í Bókasafni Garðabæjar.

Lesa meira
 

Kynningarfundur fyrir byggingarstjóra 18.9.2019 15:00 Sveinatunga

Nú hefur verið sett upp smáforrit (app) ætlað byggingarstjórum til að gera eigin úttektir. Forritið einfaldar ferlið að senda úttektir sem hafa verið gerðar, inn í kerfi Garðabæjar og Mannvirkjastofnunar. Haldinn verður kynningarfundur fyrir byggingastjóra miðvikudaginn 18. september kl. 15 í Sveinatungu þar sem forritið verður kynnt og virkni þessi sýnd.

Lesa meira
 
Bessastaðir

Lýðheilsuganga umhverfis Bessastaðatjörn 18.9.2019 18:00 - 20:00 Bessastaðir

Miðvikudaginn18. september kl. 18 er hist á bílastæði við Kasthúsatjörn og svo gengið meðfram sjávarsíðunni og umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi. Það er alltaf hressandi að finna seltuilm í lofti og heyra sjávarniðinn. Leiðin er greiðfær og gengið á stígum alla leið. 

Lesa meira
 
Arna Skúladóttir

Arna Skúla með svefnráðgjöf kl. 10:30 19.9.2019 10:30 Bókasafn Garðabæjar

Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun fræðir foreldra ungra barna um svefnvenjur og veitir góð ráð fimmtudaginn 19. september kl. 10:30 í Bókasafni Garðabæjar.

Lesa meira
 

Fundur bæjarstjórnar kl. 17 19.9.2019 17:00 Sveinatunga

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17.
Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7.

Lesa meira
 
Hjólum til framtíðar

Hvernig er að hjóla í Garðabæ? 19.9.2019 18:00 Garðatorg - miðbær

Hjólafærni og LHM bjóða upp á rólega hjólaferð fimmtudaginn 19. september kl. 18 frá Garðatorgi.

Lesa meira
 
Hjólum til framtíðar

Hjólaráðstefna kl. 10 20.9.2019 10:00 - 16:00 Sveinatunga

Föstudaginn 20. september 2019 munu Hjólafærni og Landsamtök hjólreiðamanna halda níundu ráðstefnu sína undir heitinu Hjólum til framtíðar. 

Lesa meira
 

Uppskeruhátíð MORRA 20.9.2019 17:30 Hönnunarsafn Íslands

Signý Þórhallsdóttir hefur dvalið í Hönnunarsafni Íslands undanfarna mánuði með vinnustofu þar sem hún hefur verið að þróa og framleiða vörur úr silki og ull fyrir vörumerki sitt Morra.

Lesa meira
 

Fjölskyldustund - Perlum saman 21.9.2019 11:30 Bókasafn Garðabæjar

Fjölskyldustund - laugardaginn 21. september, klukkan 11-14 í Bókasafni Garaðbæjar. 

Lesa meira
 

Fjölskyldusmiðja kl. 13 22.9.2019 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands

FJÖLSKYLDUSMIÐJA verður haldin sunnudaginn 22. september kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa meira
 

Lokun heitavatnsæðar á Álftanesi 23.9.2019 9:00 - 15:00 Álftanesskóli

Veitur tilkynna um lokun heitavatnsæðar á Álftanesi mánudaginn 23. september nk. milli 9:00 og 15:00.

Lesa meira
 

Leshringur í Bókasafni Garðabæjar 24.9.2019 10:30 Bókasafn Garðabæjar

Leshringur hefur verið starfandi við Bókasafn Garðabæjar frá árinu 2000 og er nú orðinn fastur liður í starfsemi bókasafnsins. Leshringurinn hittist annan hvern þriðjudag kl. 10:30 yfir vetrartímann.

Lesa meira
 

Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára 24.9.2019 16:00 - 18:00 Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarskólinn, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands hefst 24. september nk.

Lesa meira
 

Erindi um matarsóun kl. 18 24.9.2019 18:00 Bókasafn Garðabæjar

Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi samtök um aukna vitundarvakningu varðandi matarsóun matvæla heldur erindi um matarsóun á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 24. september klukkan 18. Rakel segir að sterkasta vopnið gegn matarsóun sé neytandinn sjálfur. 

Lesa meira
 
Gengið verður frá Garðakirkju

Lýðheilsuganga um Garðahverfi 25.9.2019 18:00 Garðakirkja

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september. Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land. Síðasta gangan verður miðvikudaginn 25. september en þá verður gengið frá Garðakirkju um Garðahverfi með viðkomu m.a. í burstabænum Króki.

Lesa meira
 

Erindi um fatasóun kl. 18 26.9.2019 18:00 Bókasafn Garðabæjar

Jenný Jóakimsdóttir hjá Kvenfélagssambandi Íslands heldur erindi um fatasóun fimmtudaginn 26. september klukkan 18 í Bókasafni Garðabæjar.

Lesa meira
 

Fataskiptimarkaður kl. 11 28.9.2019 11:00 - 15:00 Bókasafn Garðabæjar

Laugardaginn 28. september á milli klukkan 11 og 15 mun Kvenfélag Garðabæjar og Kvenfélag Álftaness í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar standa fyrir fataskiptimarkaði á Garðatorgi 7.

Lesa meira