• 6.10.2018, 14:00, Bessastaðakirkja

,,Fljúga hvítu fiðrildin" - dagskrá tileinkuð Sveinbirni Egilssyni í Bessastaðakirkju

  • Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla

Laugardaginn 6. október stendur Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla að hátíðardagskrá í Bessastaðakirkju í tilefni tíu ára afmælis félagsins. 

Laugardaginn 6. október stendur Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla að hátíðardagskrá í Bessastaðakirkju í tilefni tíu ára afmælis félagsins. Dagskráin hefst kl. 14.00. 

Dagskráin er tileinkuð Sveinbirni Egilssyni, kennara í Bessastaðaskóla, þekktastur sem þýðandi Hómerskviðna og fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík eftir að Bessastaðaskóli fluttist eftir 41 árs aðsetur á Bessastöðum.
 Guðmundur Andri Thorsson flytur erindi á dagskránni um þýðingar Sveinbjarnar og les upp úr verkum hans.
Tónlist flytja Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari og Ragnheiður Gröndal tónlistarmaður. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla á facebook.