• 31.12.2020, 21:00, Garðabær

Flugeldasýning hjálparsveitar skáta í Garðabæ

Flugeldasýning hjálparsveitar skáta í Garðabæ verður haldin á gamlárskvöld kl. 21:00 við Arnarnesvoginn og ætti að sjást víða að þannig að íbúar geti notið hennar úr fjarlægð heiman frá eða útivið á göngustígum án þess að safnast saman.

Eins og fram hefur komið verða engar brennur á höfuðborgarsvæðinu í ár til að draga úr hættu á hópamyndun. Flugeldasýning hjálparsveitar skáta í Garðabæ verður haldin á gamlárskvöld kl. 21:00 við Arnarnesvoginn og ætti að sjást víða að þannig að íbúar geti notið hennar úr fjarlægð heiman frá eða útivið á göngustígum án þess að safnast saman.

Fólk sem hyggst njóta sýningarinnar utandyra er beðið um að virða fjarlægðatakmörk og sóttvarnareglur.

Jólakúluáramót

Á vefnum covid.is er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Þar á meðal eru góð ráð fyrir jólin og hvatning til að halda upp á jól og áramót með öðru sniði. Sjá einnig hér í frétt á vef Garðabæjar.