• 26.5.2022, 11:00, Íþróttahúsið Álftanesi

Forsetabikarinn - fjölskyldudagur á Álftanesi

  • Forsetabikarinn - fjölskylduhátíð á Álftanesi

Forsetabikarinn er árleg fótboltahátíð sem foreldrar á Álftanesi ásamt UMFÁ standa fyrir. Hátíðin er ætluð öllum sem vilja gera sér glaðan dag, taka þátt í ýmsum fótboltakeppnum og njóta þess sem Álftanes hefur uppá að bjóða.

Forsetabikarinn verður haldinn á uppstigningardag fimmtudaginn 26. maí kl. 11. 

Upplýsingar um skráningu í fótboltafjörið og í sölubása má finna á vefsíðu forsetabikarsins þar sem líka er nánar um dagskrá.
Upplýsingasíða forsetabikarsins á facebook.

Fótboltafjör

Öllum stendur til boða að skrá sig á fótboltamótið og verður raðað í blönduð lið eftir skráningum. Fótboltalið eru sett saman úr krökkum, foreldrum, þjálfurum og kennurum og hverjum sem vill vera með og meðan pláss leyfir.
Ýmsar óvenjulegar reglur gilda á mótinu sem snúast um að hafa leikina sem skemmtilegasta og leikgleðina í fyrirrúmi. Þannig gætu til dæmis leikmenn verið látnir spila í stígvélum til að jafna styrkleika í liðum og markmenn jafnvel með sundgleraugu eða annað sem gerir leikina jafnari og skemmtilegri.
Að sjálfsögðu lyfta öll vinningsliðin veglegum bikar á loft!
Vítaspyrnukeppnin er öllum opin og verður aldursskipt en sigurvegarinn í hverjum flokki fær glæsilegan bikar til eigu!

Bæjarhátíð

Það er ekki bara fótboltafjör heldur lifnar Álftanesið við með allskonar skemmtun. Það verða hoppukastalar fyrir yngstu gestina, hringekja, hesta teymingar og fjársjóðsleit í fjörunni!
Einnig verða flottir matarvagnar þar sem verður hægt að gæða sér á allskyns góðgæti yfir daginn.
Toppurinn verður svo tónleikar með sjálfum Emmsjé Gauta sem enginn vill missa af!

Sölu- og kynningarbásar

Við mælum svo með að allir taki hring í íþróttahúsinu þar sem verður fjöldinn allur af sölu- og kynningarbásum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað skemmtilegt!