• 10.8.2018, 10:00 - 12:00

Föstudagsföndur í bókasafninu - krítarlistaverk og andlitsmálun

Krítarlistaverk og andlitsmálun í Bókasafninu á Garðatorgi

Föstudaginn 10. ágúst kl. 10-12 geta börn komið í Bókasafn Garðabæjar og fengið að kríta listaverk fyrir utan safnið á Garðatorgi 7.  Leiðbeinandi er Ilva Krama listakona.  Einnig verður boðið uppá andlitsmálun.  Þetta er síðasta föstudagslistasmiðja sumarsins hjá Bókasafni Garðabæjar.
Lestrarhestur vikunnar í sumarlestri er dreginn klukkan 12.

Allir krakkar velkomnir í safnið á Garðatorgi. Mamma, pabbi, frænka, frændi, afi, amma og vinir velkomnir með. 

Viðburður á fésbókarsíðu bókasafnsins.

Vefur Bókasafns Garðabæjar.