• 25.10.2018, 20:00, Vídalínskirkja

HAUSTVAKA Kvennakórs Garðabæjar

  • Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

Menningardagskrá Kvennakórs Garðabæjar verður haldin fimmtudaginn 25. október nk. í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefst kl. 20. Þar stíga á stokk listamenn úr Garðabæ og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í tali og tónum. 

Menningardagskrá Kvennakórs Garðabæjar verður haldin fimmtudaginn 25. október nk. í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefst kl. 20. Þar stíga á stokk listamenn úr Garðabæ og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í tali og tónum. 

Sú hefð hefur skapast að bæjarlistarmaður Garðabæjar mætir á Haustvöku kórsins og kynnir sig og verk sín. Að þessu sinni er það djasssöngkonan María Magnúsdóttir en hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi sl. ár, bæði sem flytjandi og lagahöfundur. María mun mæta með meðleikara og syngja nokkur lög fyrir gesti.

Eyþór Eðvarðsson, ræðumaður kvöldsins, er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Eyþór er með M.A. í vinnusálfræði og hefur birt fjölda greina í íslenskum og erlendum tímaritum, m.a. um tilfinningagreind, stjórnun, samskipti, breytingar, starfsánægju og vinnustaðarmenningu. Eyþór er þekktur fyrir skemmtilega og fræðandi fyrirlestra þar sem efnið er sett fram á sérlega grípandi hátt.

Það er einstaklega gaman og gefandi að fá að kynna framúrskarandi nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar ár hvert. Að þessu sinni koma fram Auður Indriðadóttir, nemandi á framhaldsstigi í víóluleik og Guðmundur Steinn Markússon, nemandi á miðstigi í píanóleik.

Kvennakórinn syngur bæði í upphafi og í lok dagskrár, fjölbreytt og létt lagaval. 

 Haustvakan er orðin fastur liður í menningarlífi bæjarins og er þetta átjanda árið sem Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að dagskrá sem þessari. Kórkonum og stjórnandanum, Ingibjörgu Guðjónsdóttur, er það sérstakt ánægjuefni að geta lagt sitt af mörkum til blómlegra og betra menningarlífs í bænum. Haustvakan hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 1800 kr. en innifalið er kaffi og kruðerí að hætti kórkvenna. 

Viðburðurinn á Facebook.