• 8.10.2018 - 10.10.2018, 17:00

Hreystitækin í Garðabæ kynnt kl. 17

Anna Día Erlingsdóttir, íþróttakennari ætlar að kynna nýju hreystigarðana sem eru á þremur stöðum í Garðabæ 8.-10. október. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma í allar göngurnar og prófa nýju tækin.

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október.  Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“. Í vikunni verður boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ. 

Í tilefni forvarnaviku ætlar Anna Día Erlingsdóttir, íþróttakennari að kynna nýju hreystigarðana sem eru á þremur stöðum í Garðabæ 8.-10. október. Tilvalið fyrir fjölskyldur að koma í allar göngurnar og prófa nýju tækin.

  •  Mánudaginn 8. október verða hreystitækin við Arnarnesvog (nálægt dælustöð) kynnt kl. 17.
  •  Þriðjudaginn 9. október verða hreystitækin á milli austurenda Sunnuflatar og Reykjanesbrautar kynnt kl. 17.  
  •  Miðvikudaginn 10. október verða hreystitækin á Álftanesi (fyrir framan sundlaugina) kynnt kl. 17. 

Allir velkomnir!