• 26.5.2022, 12:15, Tónlistarskóli Garðabæjar

Kvintett Jósefs Ognibene - Tónlistarnæring á hádegistónleikum

  • Tónlistarnæring á hádegistónleikum

Lokatónleikar misserisins eru á uppstigningardag fimmtudaginn 26. maí kl. 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkulund. Þá stígur á svið kemur hornleikarinn Jósef Ognibene sem hlaut heiðursviðurkenningu Garðabæjar árið 2021 fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar og lista.

Lokatónleikar misserisins eru á uppstigningardag fimmtudaginn 26. maí kl. 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Þá stígur á svið hornleikarinn Jósef Ognibene sem hlaut heiðursviðurkenningu Garðabæjar árið 2021 fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar og lista.

Með Jósef leika:
Júlíana Elín Kjartansdóttir á fiðlu
Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu og víólu
Guðrún Þórarinsdóttir á víólu
Sigurður Halldórsson á selló

Á efnisskránni er:
Michael Haydn (1737-1806): Romance
W.A.Mozart (1756-1791): Kvintett KV 407
W.A.Mozart: Finale úr Horn Konsert KV 447

Aðgangur á tónleikana eru ókeypis að venju en það er menningar-og safnanefnd Garðabæjar sem kostar tónleikaröðina Tónlistarnæringu en röðin er haldin í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar.

Næstu tónleikar í röðinni verða fyrsta miðvikudaginn í september.