• 27.6.2018, 17:15, Flataskóli

Kynningarfundur um skipulagsmál í Flataskóla kl. 17:15

  • Skipulag í kynningu

Kynningarfundur um skipulagsmál verður haldinn í Flataskóla  miðvikudaginn 27. júní kl. 17:15. 

Kynningarfundur um skipulagsmál verður haldinn í Flataskóla  miðvikudaginn 27. júní kl. 17:15. Þar verður deiliskipulagsbreyting á Hnoðraholti og Vetrarmýri vegna fjölnota íþróttahúss og verkefnislýsing á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í Vífilsstaðalandi kynnt ásamt fyrirliggjandi tillögu að fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri. Á fundinum verða tillögurnar kynntar, spurningum svarað og opnað fyrir umræður.

 Skipulagsgögnin sem eru í kynningu eru aðgengileg hér:

-        Breyting á aðalskipulagi Garðabæjar .

-        Breyting á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar.    

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagsbreytingartillöguna og koma með ábendingar vegna verkefnislýsingar aðalskipulagsbreytingarinnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum og ábendingum rennur út mánudaginn 27. ágúst 2018.

Skila skal athugasemdum og ábendingum á bæjarskrifstofur Garðabæjar eða á skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.