• 12.1.2019, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Laufey Arnalds Johansen er listamaður janúarmánaðar í Bókasafni Garðabæjar

  • Listamaður janúarmánaðar

Laufey tekur á móti gestum í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 á milli klukkan 13:00 og 14:30 laugardaginn 12. janúar nk.

Laufey Arnalds Johansen er listamaður janúarmánaðar í Bókasafni Garðabæjar og mun sýna verk úr seríunni Undur hafsins og svört verk úr Vúlkan seríunni. 
Laufey er fædd í Reykjavík 1968 og hefur fengist við myndlist síðan 1994. Hún var í Myndlistarskóla Kópavogs þar sem hún sótti námskeið í 10 ár. Hún sótti einnig námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, módelteikningu í Fjölbautarskólanum í Breiðholti, Master Class hjá Bjarna Sigurbjörnssyni og Listaháskóla Íslands - í samtímalist.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni á milli Bókasafns Garðabæjar og Grósku, félag myndlistarmanna í Garðabæ. Árið 2010 tók Laufey þátt í að stofna Grósku. Laufey hefur verið meðlimur í SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna í mörg ár.


Laufey verður með móttöku laugardaginn 12. janúar klukkan 13:00

Laufey tekur á móti gestum í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 á milli klukkan 13:00 og 14:30 laugardaginn 12. janúar nk. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Um er að ræða sölusýningu sem stendur yfir út janúar og hægt er að skoða á afgreiðslutíma bókasafnsins á Garðatorgi 7.
Laufey hefur tekið þátt í fjölda einkasýninga og samsýninga
Laufey opnaði sína fyrstu einkasýningu 2007 í Gallery Sævari Karli Bankastræti og hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar hérlendis sem og erlendis.
Hún hefur tekið þátt í stórum alþjóðlegum listviðburðum eins og Liverpool Biennial, Monaco Yacht show en einnig á Listasafninu á Akureyri svo eitthvað sé nefnt.
Laufey var nýverið með einkasýningu í New York, samsýningu í listasafni í Suður Kóreu og nú síðast í desember Red dot Miami á Art Basel viku sem er ein stærsta og virtasta myndlistarsýning Bandaríkjanna.
Það er mikið um að vera framundan hjá Laufeyju og má þar nefna þátttöku í LA Art Show í janúar, opnun sýningar í Gallery í Los Angeles, sýning í Metropolitan Gallery, Las Vegas Art Museum og ARTEXPO í New York í april.