• 18.12.2018, 16:00 - 19:00, Bókasafn Garðabæjar

Ljósmyndasýning, hvernig lítur Garðabær út 2018, átthagastofa og afmælissýning kl. 16

Bókasafn Garðabæjar hóf útlán 18.desember 1968 og er því 50 ára gamalt. Af því tilefni er bæjarbúum boðið í afmæli og verður margt um að vera.

Bókasafn Garðabæjar hóf útlán 18.desember 1968 og er því 50 ára gamalt. Af því tilefni er bæjarbúum boðið í afmæli og verður margt um að vera.

Dagskrá:

Menningar- og safnanefnd og Bókasafn Garðabæjar leituðu til íbúa Garðabæjar og annarra sem hugsa hlýtt til bæjarins okkar um að búa til lýsandi ljósmyndasýningu um hvernig Garðabær lítur út árið 2018. Myndefni var að eigin vali. Myndir áttu að vera úr Garðabænum, lýsa daglegu lífi Garðbæinga og hvernig er umhorfs í bænum á árinu 2018, 100 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki.

Heitt á könnunni og góðgæti allan daginn.

Klukkan 16 verða afhentar viðurkenningar til valinna ljósmyndara sem sendu inn myndir fyrir ljósmyndasýningu - hvernig lítur Garðabær út árið 2018 og einnig verður opnuð afmælissýning í átthagastofu bókasafnsins.

Klukkan 16:30 koma jólasveinar í heimsókn.

Klukkan 17 verða nokkrir heppnir þátttakendur dregnir út úr afmælisratleiknum sem er búinn að standa yfir frá 1.desember og fá þeir glaðning.

Að sjálfsögðu verður afmæliskaka og annað góðgæti á boðstólnum. Allir velkomnir.

Viðburðurinn á facebook.