• 20.11.2021 - 21.11.2021, 13:30 - 17:30, Gróskusalurinn
  • 27.11.2021 - 28.11.2021, 13:30 - 17:30, Gróskusalurinn

Ljúfur blær yfir Haustsýningu Grósku

Haustsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, var opnuð við góðar undirtektir um síðustu helgi. Sýnendur eru 23 og þemað frjálst þannig að fjölbreytnin er mikil. Ljúfur blær er yfir Haustsýningu Grósku og hún er vel fallin til að vekja von og létta lundina á erfiðum tímum. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson.

Haustsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, var opnuð við góðar undirtektir um síðustu helgi. Sýnendur eru 23 og þemað frjálst þannig að fjölbreytnin er mikil. Ljúfur blær er yfir Haustsýningu Grósku og hún er vel fallin til að vekja von og létta lundina á erfiðum tímum. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson.

Vegna fjöldatakmarkana verður ekkert formlegt opnunarhóf og móttaka sem átti að vera 18. nóvember fellur niður. En í staðinn býður Gróska til veislu í litlum hópum allan tímann meðan sýning stendur yfir og margir góðir gestir hafa þegar lagt leið sína á sýninguna. Léttar veitingar eru í boði og tækifæri gefst til að spjalla við myndlistarmennina.

Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð við Garðatorg 1 og verður opin áfram helgarnar 20. til 21. nóvember og 27. til 28. nóv. kl. 13:30 til 17:30.

Garðbæingar jafnt sem aðrir eru hvattir til að gleðjast með Grósku en gæta þó að sóttvörnum og virða fjöldatakmörk.

Fésbókarsíða Grósku

Instagramsíða Grósku