• 18.8.2018, 12:00 - 16:00, Bessastaðir

Menningarnótt - opið hús á Bessastöðum

  • Bessastadir-gardabae-7_vefmynd

 Á Menningarnótt verður opið hús á Bessastöðum.

Opið hús á Bessastöðum á Menningarnótt laugardaginn 18. ágúst frá kl. 12-16.

Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en bifreiðin er ríflega sjötug, árgerð 1942.
Kirkjan verður því miður ekki opin að þessu sinni.

Á vef forsetaembættisins má sjá ýmsan fróðleik um forsetasetrið á Bessastöðum. 
Á vef Menningarnætur má lesa um þá dagskrá sem verður í boði laugardaginn 19. ágúst nk.