• 4.9.2021, 12:00, Vífilsstaðir

Now Eldslóðin utanvegahlaup

  • Now eldslóðin

Laugardaginn 4. september, fer fram utanvega hlaupakeppnin Now Eldslóðin sem hefst við Vífilsstaði og fer um afmarkaða göngu og hlaupastíga í upplandinu Heiðmerkur.

Laugardaginn 4. september, fer fram utanvega hlaupakeppnin Now Eldslóðin sem hefst við Vífilsstaði og fer um afmarkaða göngu og hlaupastíga í upplandinu Heiðmerkur. Í boði eru 28km, 9km og 5km leiðir. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni. Lengsta hlaupið fer frá Vífilsstaðavatni og í gegnum Búrfellsgjánna og umhverfis Helgafell og til baka. Styttri leiðirnar tvær eru á svæðinu umhverfis vatnið og holtið. Sjá kort sem fylgja.

EKKI er hlaupið á merktum reiðleiðum.

Mið-bílastæðið við Vífilstaðavatn verður lokað milli 10:00 og 17:00 á laugardag vegna keppninnar en þar er upphaf og endir keppninnar. Önnur bílastæði eru opin að vanda.

Engin truflun eða inngrip er að öðru leyti á almenni umferð á svæðinu. En frá 11:30 til 16:00 má búast við meiri umferð að og við mótsmiðjuna en á venjulegum degi. Keppendum verður beint að stæðum sem ekki eru við golfvöllinn á svæðum sem ekki eru í mikilli notkun um helgar.