• 5.9.2021, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Peningasmiðja

  • Rán Flygering og Stefán Pálsson

Sunnudaginn 5. september frá kl. 13-15 verður Peningasmiðja fyrir alla fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara og Stefáni Pálssyni sagnfræðingi í Hönnunarsafni Íslands.

Sunnudaginn 5. september frá kl.13-15 verður Peningasmiðja fyrir alla fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara og Stefáni Pálssyni sagnfræðingi í Hönnunarsafni Íslands. Vangaveltur um gjaldmiðil landnámsmanna og peningaseðla samtímans er efni smiðjunnar sem er liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði. Að lokum vangaveltum og spjalli á sýningunni Kristín Þorkelsdóttir verða peningaseðlar framtíðarinnar teiknaðir í Smiðjunni, fræðslurými Hönnunarsafnsins. Smiðjan er ókeypis.

Um Við langeldinn/Við eldhúsborðið:

Í fjölbreyttum smiðjum á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðbæjar munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag. Fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, hönnun og handverk, sagnfræði og þjóðfræði eru viðfangsefni smiðjanna sem allar tengjast landnámsskálanum sem staðsettur er í Minjagarðinum að Hofsstöðum. Smiðjurnar eru ókeypis enda styrktar af Barnamenningarsjóði og menningar - og safnanefnd Garðabæjar. Minnum á persónulegar sóttvarnir og skráning persónuupplýsinga þegar mætt er á staðinn er nauðsynleg.

Heildardagskrá menningar í Garðabæ má sjá hér.