• 19.8.2018, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Sápukúlugerð í Hönnunarsafni Íslands

  • Honnunarsafn_sapukuluvinnustofa_sapukula

Sunnudaginn 19. ágúst verður boðið upp á sápukúlugerð fyrir börn og fullorðna í Hönnunarsafni Íslands.

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar.  Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þáttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram.  Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins.

Viðburður á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins .

Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 í Garðabæ.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Fróðleikur og upplýsingar á vef safnsins.
Fylgist með viðburðum á fésbókarsíðu safnsins.