• 7.10.2018, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Sápukúluvinnustofa á Hönnunarsafni kl. 13-15

Sápukúluvinnustofur fyrir börn og fullorðna verða á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar, sunnudaginn 7. október kl. 13-15.

Forvarnavika Garðabæjar verður haldin 3.-10. október 2018.  Þema vikunnar er heilsueflandi samvera og slagorð hennar er „Verum saman – höfum gaman“. Í vikunni verður boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ. 

Sápukúluvinnustofur fyrir börn og fullorðna verða á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi, í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar, sunnudaginn 7. október kl. 13-15. Þátttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram.