• 11.9.2021, 11:00, Garðatorg - miðbær

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

  • Kvennahlaup 2021

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram þann 11. september kl. 11 á flestum stöðum um allt land og á nokkrum stöðum út fyrir landssteinana. Hlaupið verður í Garðabæ.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram þann 11. september kl. 11 á flestum stöðum um allt land og á nokkrum stöðum út fyrir landssteinana. Haupið verður í Garðabæ.
Í meira en þrjá áratugi hefur hlaupið stuðlað að lýðheilsu kvenna og samstöðu. Markmiðið um aukna hreyfingu kvenna hefur svo sannarlega gengið í gegn og í dag er hlaupið táknrænn viðburður, sameiningartákn kynslóðanna og tilefni til að gera sér glaðan dag. Með nýrri hugsun hefur hlaupið tileinkað sér ábyrgari stefnu í umhverfismálum og lagað sig að nútímanum. En eitt breytist aldrei og það er gleðin sem felst í því að hlaupa saman á sínum hraða með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum þessa lands. Öll kyn eru að sjálfsögðu velkomin því dagurinn er hamingjudagur okkar allra.

Nánari upplýsingar um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021, m.a. um alla hlaupastaði, tímasetningar og Kvennahlaupsbolinn má finna á www.kvennahlaup.is.