• 25.7.2018, 19:00, Tónlistarskóli Garðabæjar

Slagverkstónleikar - Helgi Þorleiksson

Skapandi sumarstörf - tónleikar Helga Þorleikssonar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar

Helgi Þorleiksson slagverksleikari heldur tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund, miðvikudaginn 25. júlí.  Þessir tónleikar eru liður í skapandi sumarstörfum í Garðabæ.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og er ókeypis aðgangur.

Helgi útskrifaðist í júní síðastliðnum frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og mun næsta vetur sækja meistaranám í slagverksleik í Björgvin í Noregi 
Viðfangsefni tónleikanna er íslensk slagverkstónlist og verða helstu perlur íslensku slagverksbókmenntana ásamt minna þekktum verkum á efnisskránni. Flutt verða verk eftir Áskel Másson, Geir Rafnsson og Lárus Grímsson.
Ásamt Helga kemur fram Eistlenski slagverksleikarinn Maarja Nuut sem lauk meistaranámi frá Konunglega Tónlistarháskólnum í Stokkhólmi í júní 2017.

Viðburður á facebook.

Upplýsingar um skapandi sumarstörf í Garðabæ á facebook.