• 8.11.2018, 21:00 - 22:30, Garðatorg - miðbær

Tónlistarveisla í skammdeginu - hljómsveitin Valdimar

  • Hljómsveitin Valdimar

Hljómsveitin Valdimar - fimmtudaginn 8. nóvember kl. 21 á Garðatorgi

TÓNLISTARVEISLA Í SKAMMDEGINU  - Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 kl. 21.00 á Garðatorgi
Hljómsveitin Valdimar

Í tónlistarveislu ársins er það hljómsveitin Valdimar sem stígur á svið. Hljómsveitin Valdimar gaf nýverið út sína fjórðu breiðskífu ,,Sitt sýnist hverjum“. Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 og notið mikilla vinsælda hér á landi. Plötur sveitarinnar hafa hlotið fjölda tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna og hljómsveitin hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum hér heima sem erlendis.

Þetta er í sextánda sinn sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi. Að venju verður borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar á staðnum en tónleikarnir byrja klukkan 21 og standa í rúman klukkutíma.

Á fimmtudagskvöldinu 8. nóvember geta gestir og gangandi einnig skoðað myndlist á Garðatorgi í Gróskusalnum. Myndlistarmenn úr Grósku opna samsýningu undir yfirskriftinni ,,Leyndarmál“ kl. 20 um kvöldið og sýningin verður opin fram eftir kvöldi.
Ýmsar verslanir verða með opið hús í tilefni kvöldsins. 

Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Lionsmenn sjá um veitingasölu á staðnum. 

Velkomin á Garðatorgið!

Tónlistarveislan er haldin á vegum mennningar- og safnanefndar Garðabæjar.