• 19.10.2018, 19:45

Útsvar: Garðabær - Ísafjörður

  • Útsvar í sjónvarpinu

Garðabær mætir Ísafirði í spurningakeppninni Útsvari föstudagskvöldið 19. október kl. 19:45. 

Bein útsending í sjónvarpinu frá Útsvari spurningakeppni sveitarfélaga sem fer nú fram tólfta árið í röð. Í þetta sinn verður keppnin snarpari en áður og lýkur með úrslitum í janúar. Þátttakendur í vetur eru lið frá þeim sveitarfélögum sem komist hafa í úrslit síðustu ár, eða oftast komist nálægt því. Lið Garðabæjar vann Útsvarskeppnina 2010 og hefur einnig komist í undanúrslit.
Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Sólmundur Hólm.

Föstudaginn 19. október kl. 19:45  Garðabær - Ísafjörður
Í liði Garðabæjar eru:
Vilhjálmur Bjarnason sem var í vinningsliðinu árið 2010,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir og
Jóel Ísak Jóelsson.

Áfram Garðabær! 

Á vef sjónvarpsins má sjá upplýsingar um keppnina í ár.