17. júní ratleikur Vífils

Öll fjölskyldan getur skemmt sér saman í ratleik sem leiðir þátttakendur í gegnum ýmsar þrautir.  

Rat- og þrautaleikur í boði Skátafélagsins Vífils í tilefni af 17. júní 2020.  
Smellið líka á flipana hér fyrir neðan til að sjá þrautirnar.SkatafelagidVifill

Islenskifaninn Öll dagskráin á 17. júní í Garðabæ

1. Fjölskyldan er fjölhæf

Búið til mennskan pýramída úr fjölskyldunni ykkar.
Takið mynd, deilið og merkið hana með
#17júníGarðabær
01Piramidi

2. Æfum okkur að telja

Jötunheimar er skátaheimili Skátafélagsins Vífils í Garðabæ. Húsið er risastór blár braggi
og með fullt af gluggum. Teljið alla gluggana í Jötunheimum.


3. Fjölskyldan er fyndin

Takið sjálfu af hópnum að gretta sig... því meiri gretta því fyndnari mynd.
Deilið myndinni og merkið hana með #17júníGarðabær

03Fjolskyldanerfyndin

4. Skáti er náttúruvinur

Takið með ykkur ruslapoka í leiðangurinn og plokkið eins mikið rusl og þið getið á 15
mínútum.

04_skati_natturuvinur

5. Dýrin eru vinir okkar

Finnið dýr í náttúrunni, stórt eða lítið, og takið mynd af því. Deilið myndinni og merkið hana með #17júníGarðabær

05dyrineruvinirokkar

6. Æfum okkur að hnýta hnúta

Skátar hafa lengi verið þekktir fyrir að vera flinkir að hnýta hnúta. Nú skuluð þið æfa
ykkur að gera hnútinn pelastikk með því að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

06_hnutar

7. Sumarið er komið

Finnið þrjá hluti í náttúrunni sem sýna að sumarið sé komið og takið mynd af þeim.
Deilið myndinni og merkið hana með #17júníGarðabær

07sumarid

8. Skátar eru skemmtilegir

Á 17. júní fara skátar í skátabúninginn sinn(annað hvort í skyrtu eða peysu) og setja á sig
skátaklút. Skátaklútarnir eru mismunandi á litinn og fer liturinn eftir aldri skátans. Teljið
hvað þið sjáið marga skáta og hversu margar tegundir af klútum þið sjáið.

08skatareruskemmtilegir

9. Syngjum saman

Það er gaman að syngja inn sumarið. Syngið saman eitt sumarlag og takið upp myndband af því. Deilið myndbandinu og merkið það með #17júníGarðabær

09syngjumsaman

10. Leysum dulmál

Dulmál eru spennandi og stundum pínu flókin. Leysið leyniorðin hér að neðan með lausnarlyklinum.

10dulmal

11. Verum listræn

List er gefandi. Búið til listaverk úr 5 hlutum sem þið finnið í náttúrunni.
Takið mynd af listaverkinu og deilið myndinni og merkið hana með #17júníGarðabær

11listraen

12. Garðabær er bærinn okkar

Garðatorgi er risastór turn. Þar eru bæjarskrifstofur Garðabæjar og þar vinnur meðal annars bæjarstjórinn. Hvað eru margar hæðir í turninum?

12gardabaerBónusspurning: Hvað heitir bæjarstjóri Garðabæjar?

13. Fjölskyldan er æði

Það eru til mörg orð sem lýsa fjölskyldum. Skrifið í símann ykkar eins mörg jákvæð lýsingarorð sem
lýsa fjölskyldunni ykkar og þið getið.Takið skjámynd af listanum, deilið myndinni og merkið hana með #17júníGarðabær

13fjolskyldaneraedi

14. Fjölskyldan er fjörug

Hvað getið þið fjölskyldan gert mörg sprellikarlahopp saman öll í einu?
Takið myndband af ykkur hoppandi, deilið myndbandinu og merkið það með
#17júníGarðabær