Álagning gjalda árið 2024

1. Útsvar

Álagningargjaldstig útsvars á tekjur manna á árinu 2024 er 14,71%.  

2. Fasteignagjöld

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi reglur við álagningu fasteignagjalda á árinu 2024:   

  Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði / Aðrar Fasteignir
Fasteignaskattur  0,163% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarrétt. 1,52% af fasteignamati
(1,32% af fasteignamati fyrir sjúkrastofnanir, skóla, heimavistir, leikskóla, íþróttahús og bókasöfn.)
           
Lóðarleiga 0,4% af fasteignamati lóðar 1,0% af fasteignamati lóðar 

Sorphirðugjald 

 

 
Vatnsgjald

0,074% af fasteignamati húsa og lóðarréttinda

Vatnsgjald á Álftanesi skv. gjaldskrá OR/Veitna.

0,074% af fasteignamati húsa og lóðarréttinda




Rotþróargjald

Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 36.500.


 Fráveitugjöld  Fráveitugjöld skulu vera 0,078% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005. 
 
Taðþróargjald   371.000 kr. á hvert hesthús. 

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt.  

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti eftirfarandi afslætti fyrir árið 2024:

Einstaklingar (elli- og örorkulífeyrisþegar): 

Einstaklingar með tekjur árið 2022 allt að kr. 6.680.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.800 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.260.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur).

Hjón og samskattaðir aðilar (elli- og örorkulífeyrisþegar): 

Hjón með tekjur árið 2022 allt að kr. 8.500.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. 
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 14.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 9.900.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur). 

Ekki þarf að sækja um lækkunina. 

Tillagan byggir á hækkun ellilífeyris í janúar 2024.

Gjalddagar

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2024 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október.

Í þeim tilvikum sem fasteignagjöld ársins eru 25.000 kr eða lægri er einn gjalddagi 15. apríl 2024.

ATHUGIÐ

Álagningarseðlar verða ekki sendir út á pappírsformi. Álagningarseðlar eru aðgengilegir inni á þjónustugátt Garðabæjar og á vefnum island.is.

Greiðsluseðlar eru ekki sendir út en kröfur birtast í heimabanka undir rafræn skjöl.


Upplýsingar og aðstoð

Þjónustuver Garðabæjar og innheimtudeild í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg veita nánari upplýsingar varðandi álagningu gjaldanna í síma 525 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið gardabaer@gardabaer.is