Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?
Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi rými í Miðgarði þannig að það nýtist sem flestum Garðbæingum, bæði ungum og öldnum, fötluðum og ófötluðum.
-
Miðgarður
Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma árs 2022 og hafa frjálsu félögin í bænum getað nýtt aðstöðu þar síðan. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi rýminu þannig að það nýtist sem flestum Garðbæingum, bæði ungum og öldnum, fötluðum og ófötluðum.
Á samráðsgátt geta íbúar Garðabæjar skráð sig inn með rafrænum skilríkjum, sett inn hugmynd sem rúmast innan þess ramma sem ofangreind tillaga hefur sett utan um rýmið í Miðgarði. Einnig geta íbúar skrifað athugasemd undir framkomnar hugmyndir, sett inn rök með eða á móti, gefið til kynna að þeir styðji hugmynd með því að líka við hana. Horft er til þess að rýmið nýtist t.d. í:
- Æskulýðsstarf
- Almenningsíþróttir
- Heilsutengdar forvarnir
- Félagsstarf eldri borgara
- Starf sem mætir ólíkum hópum
Samráðsgátt um notkun á rými í Miðgarði
Samráðsgáttin verður opin til og með 2. október 2022 en þá mun íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar vinna úr hugmyndunum og hafa þær til hliðsjónar við mótun þeirra tillagna sem ráðinu er ætlað að skila til bæjarstjórnar í vetur.