Áslaug Hulda Jónsdóttir (D)

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2010

Aslaug_netBæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2010
Fædd: 5. maí 1976
Heimili: Heiðarlundur 7
Maki: Sveinn Áki Sveinsson
Börn: Bjarni Dagur fæddur 2003 og Baldur Hrafn fæddur 2005.
Netfang: aslaug.hulda.jonsdottir@gardabaer.is

Ferilskrá

Námsferill

AMP í IESE Business School í Barcelona
B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands
Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1996

Starfsferill

Stjórnandi og hluthafi plastendurfyrirtækisins Pure North Recycling ehf 2018-2022
Framkvæmdastjóri FENÚR – fagráðs um endurnýtingu og úrgang frá 2019
Forstöðumaður menntasviðs SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu 2016-2018
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar frá 2010-2015
Aðstoðarframkvæmdastjóri Hjallastefnunnar 2009 til 2010
Skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík 2008 til 2009
Ráðgjafi menntamálaráðherra 2006 til 2008
Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2003 og 2007
Kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2002 og 2006
Fréttastofa Stöðvar 2 2002 til 2003 samhliða námi 
Kynningar- og starfsmannastjóri á upphafsárum Skjás Eins, 1999 til 2002 
Skólastjóri Vinnuskólans í Garðabæ sumrin og forfallakennsla í Garðaskóla 1996 til 1999
Félagsmiðstöðin Garðalundur haustið 1996 og síðan samhliða námi 

Félagsstörf/nefndastörf

Stjórn Gildis, lífeyrissjóðs frá 2016
Vísinda- og tækniráð, varamaður frá 2016
Formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla (SSSK) frá 2015
Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) frá 2015
Stjórn Barnamenningarsjóðs frá 2014
Varamaður í stjórn Viðskiptaráðs frá 2014
Varaformaður í stjórn Samtaka sjálfstæðra frá 2012
Varaformaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 2008-2010
Stofnaði með tveimur öðrum félagsskap kvenna, Exedra, 2006
Stjórn SUS, samband ungra sjálfstæðismanna, 1998-2000
Formaður stjórnar Jafningjafræðslunnar 1997-1999
Formaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismann í Garðabæ 1997-1998
Formaður málfundarfélags FG 1994-1995
Stjórn MORFÍS 1994-1995

Nefndastörf á vegum Garðabæjar

Stjórn Úrvinnslusjóðs fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2022
Stýrihópur Sambands íslenskra sveitarfélaga um stafræna þróun sveitarfélaga frá 2020
Stýrihópur um stafræna þróun Garðabæjar, formaður
Formaður skólanefndar Fjölbrautaskólans í Garðabæ frá 2017
Formaður bæjarráðs frá 2014
Bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Garðabæjar 2010-2014
Formaður menningar- og safnanefndar 2010-2014
Bygginganefnd 2010-2012
Skólanefnd FG frá 2012
Varamaður í skólanefnd FG frá 2008
Fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kjörtímabilið 1998-2002
Formaður forvarnarnefndar 1998-2002
Fyrsti varamaður í skólanefnd 1998-2002
Formaður Aldamótanefndar 1998-2000
Húsnæðisnefnd 1994-1998