COVID-19

COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices. 

Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 
Information in English and Polish on Covid.is.

covid.is

Neyðarstjórn Garðabæjar

Neyðarstjórn Garðabæjar er að störfum og fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi. 

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Garðabæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. 

Þjónusta og starfsemi Garðabæjar 

Bæjarskrifstofur Garðabæjar - þjónustuver

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Frá og með fimmtudeginum 26. mars verður fyrirkomulag á afgreiðslutíma í þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7 breytt.

 • Þjónustuverið að Garðatorgi 7 í ráðhúsi Garðabæjar verður opið fyrir þá sem eiga erindi á bæjarskrifstofurnar frá kl. 09-12 alla virka daga.
 • Símsvörun þjónustuvers í s. 525 8500 og afgreiðsla erinda með rafrænum þjónustuleiðum, s.s. í netspjalli hér á vef Garðabæjar og í tölvupósti, gardabaer@gardabaer.is verður áfram á eftirfarandi tímum:
  Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 08-16 og föstudaga frá kl. 08-14.
 • Það verður áfram opið í anddyrinu frammi í turninum á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna og þar er hægt að skilja eftir teikningar í merktu íláti. Önnur gögn en teikningar má skilja eftir í læstu pósthólfi sem er staðsett hægra megin fyrir utan innganginn í ráðhústurninn merkt bæjarskrifstofur.
 • Garðabær heldur einnig úti fésbókarsíðu, facebook.com/Gardabaer.Iceland/, og þar geta viðskiptavinir sent inn skilaboð sem er svarað á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna.
 • Bein símanúmer og netföng starfsmanna Garðabæjar má einnig finna hér á vefnum. 

ENGLISH

Due to the disease COVID-19 the current response phase in Iceland i Emergency phase. Inhabitants and other guests that need to contact Garðabær Municipality Offices are kindly asked to contact Garðabær by e-mail, gardabaer@gardabaer.is or by phone at our Service Center tel 525 8500 to decrease visits to our Municipal Offices.

From Thursday 26th of March Garðabær's Service Center at Garðatorg 7 is as follows:

 • The Service Center at Garðatorg 7, town hall, is open for customers every weekday from 9-12 am.
 • The Service Center phone, 525 8500, e-services such as web-chat online (icelandic "netspjall"), and e-mail gardabaer@gardabaer.is is open from 08-16 o‘clock Mondays to Thursdays, from 08-16 and 08-14 on Fridays.
 • The front lobby at the town hall in Garðatorg 7 will be open during office hours for those who need drop off architectural drawings. Other documents than drawings can be dropped off at a mailbox on the right side of the entrance to the town hall.
 • Garðabær is also on facebook, and messages sent through our facebook-page are replied during office hours.


Leik- og grunnskólar

Takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar er í gildi frá 16. mars - 12. apríl 2020.

Grunnskólar:

Kennsla verður í hópum með ekki fleiri en 20 nemendum og ekki verður um blöndun hópa að ræða innan skóladagsins. Skólar munu halda úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kostur er við þessar aðstæður.  Grunnskólar í Garðabæ upplýsa forráðamenn um kennslu í hverjum árgangi. 

Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum  fellur niður og íþrótta- og sundkennsla verður í formi hreyfingar á skólalóð, inni í hópastofum eða annarrar útikennslu. Hver skóli skipuleggur nánari tilhögun skóladagsins og kennslutilhögun. Sér- og starfsdeildir verða með óbreytta starfsemi eftir fremsta megni. Þá verður matarþjónusta í boði í skóla ef mögulegt er að koma því við. Öll neysla á mat fer fram í heimastofum eða í matsal skóla þar sem því verður við komið. Vettvangsferðir falla niður ásamt ferðum í skólabúðir.

Leikskólar:

Gert er ráð fyrir því að halda starfsemi leikskóla gangandi á sem öruggastan hátt með þeim hætti að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin sem mest. Vegna þessa raskast skólastarf í leikskólum og opnunartími getur breyst s.s. vegna þrifa sem nauðsynleg eru. 

Leikskólar í Garðabæ upplýsa forráðamenn um útfærslu á skólastarfi. 

Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar


Frístundaheimili verða opin í framhaldi af skóladegi yngstu nemenda en viðbúið er að starfsemi muni að einhverju leyti skerðast.

Starfsemi félagsmiðstöðva tekur breytingum þar sem megináhersla verði á að mæta félagsþörf án þess að skörun verði milli hópa eða bekkja. Til dæmis með hópaskiptingu eða árgangaskiptingu í opnunum og lögð áhersla á hópastarf en ekki stærri samkomur. Nákvæm útfærsla verður ólík milli félagsmiðstöðva.

Frístundabíll og skólabíll


Frístundabíllinn í Garðabæ keyrir ekki vegna samkomubanns á landinu. 

Vegna takmarkana á skólahaldi næstu vikur fellur skólaakstur úr Urriðaholti niður fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Er það vegna þess að nemendur mæta nú á mismunandi tímum í skólann næstu vikur.
Forráðamenn þeirra nemenda í 6.-10. bekk sem þurfa akstur úr Urriðaholti í grunnskóla í önnur hverfi bæjarins geta haft samband við þjónustuver Garðabæjar, í s. 525 8500 eða í netfangi gardabaer@gardabaer.is. Þjónustuverið hefur milligöngu um að útvega leigubílakort sem nýtist til þess að koma börnum í og úr skóla meðan þetta ástand varir.

Sundlaugar Garðabæjar og íþróttahús

Sundlaugar Garðabæjar, Álftaneslaug og Ásgarðslaug, verða lokaðar frá og með þriðjudeginum 24. mars vegna hertrar takmörkunar á samkomubanni. 

Íþróttahús Garðabæjar í Ásgarði, Mýrinni, Álftanesi og Sjálandi eru lokuð, þar með talið líkamsrækt og salir. 

Öll tímabilskort í sund og heilsurækt í Ásgarðslaug og Álftaneslaug verða framlengd um þann tíma sem lokun af völdum samkomubanns yfirvalda stendur.

Engin þörf er á að koma með kortin eða ,,leggja þau inn” þar sem þau uppfærast rafrænt næst þegar viðkomandi kort kemur í skannann í afgreiðslu viðkomandi sundlaugar.

Öll íþróttamannvirki bæjarins eru nú lokuð en starfsfólk er við vinnu við hreingerningar og að halda öllum kerfum gangandi. Að auki er unnið að ýmsu viðhaldi sem annars hefði ekki verið hægt að framkvæma nema með lokun.


Söfn Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars. Álftanesútibúið er lokað frá og með 16. mars.

Hönnunarsafn Íslands, við Garðatorg, verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars.

Stuðnings- og öldrunarþjónusta - heimaþjónusta

Stuðnings- og öldrunarþjónusta Garðabæjar sem er staðsett í húsnæði Ísafoldar verður áfram opin. Önnur þjónusta Garðabæjar er órofin, eins og heimaþjónusta og stuðningsþjónusta.


Félagsstarf aldraða

Neyðarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að loka tímabundið starfsstöðvum Garðabæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

Eftirfarandi starfsstöðvum Garðabæjar var lokað tímabundið frá og með 9. mars 2020.
Félagsstarf aldraðra

 • Jónshús, félagsmiðstöð, Strikinu 6
 • Smiðjan, Kirkjuhvoli
 • Litlakot, Álftanesi
 • Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið.


Skammtímavistun fyrir fötluð börn

Neyðarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að loka tímabundið starfsstöðvum Garðabæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

Skammtímavistun fyrir fötluð börn í Móaflöt var lokað tímabundið að hluta 9. mars 2020 en  hefur nú verið lokuð að fullu tímabundið. 


Sorphirða


Íbúar Garðabæjar sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað. 

Hér má finna upplýsingar um grenndargáma og endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenska gámafélagið sem sér um hirða sorp frá heimilum í Garðabæ vill koma fram eftirfarandi tilmælum á framfæri vegna Covid-19 faraldursins:

 • Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
 • Frá heimilum þar sem smitaður einstaklingur dvelur þarf sérstaklega að gæta þess að allt sorp sé í vel lokuðu pokum. Hááhættu sorp svo sem snýtibréf skulu vera í vel lokuðum, órifnum og þéttum pokum og fara í gráu tunnuna fyrir almennt sorp 
 • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar

Íbúar í Garðabæ eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að koma í veg fyrir að sorphirðustarfsfólk smitist síður og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.

Fréttir og tilkynningar um Covid-19


Apríl 2020

1. apríl Heilræði á tímum kórónuveiru

Mars 2020


31. mars Fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna COVID-19
25. mars Gildistími aðgangskorta í sund og heilsurækt framlengdur
25. mars Breyttur afgreiðslutími í þjónustuveri Garðabæjar

24. mars Þjónustugjöld leik-, grunnskóla og frístundaheimila

23. mars Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað  

20. mars Hlúum hvert að öðru

18. mars Frístundabíllinn keyrir ekki dagana 16.-20. mars

16. mars Sundlaugar verða opnar um sinn

16. mars Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður næstu vikur

15. mars Sundlaugar og skólar lokaðir 16. mars til undirbúnings næstu daga

13. mars Covid.is - ný upplýsingasíða fyrir almenning

13. mars Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunn- og leikskóla.

12. mars Þjónustustig á bæjarskrifstofum í ljósi neyðarstigs almannavarna

9. mars Kári vindflokkari úr notkun - plast í grenndargáma eða endurvinnslustöðvar

8. mars Lokanir til að vernda viðkvæma hópa

7. mars Árshátíð Garðabæjar frestað  

1. mars Almenn ráð vegna Covid-19


Febrúar 2020


1. febrúar Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnalækni