COVID-19

COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices. 

Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 
Information in English and Polish on Covid.is.

covid.is

Neyðarstjórn Garðabæjar

Neyðarstjórn Garðabæjar fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi.  

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Garðabæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

Frá og með 25. mars 2021: Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr hættustigi yfir á neyðarstig aftur vegna kórónuveiru faraldursins (Covid-19).  

Efnahagsleg áhrif og önnur áhrif vegna Covid-19 eru reglulega til umfjöllunar á fundum bæjarráðs Garðabæjar sem fundar vikulega.  Einnig eru áhrif Covid-19 til umfjöllunar á reglulegum sviðsstjórafundum hjá Garðabæ. 

Þjónusta og starfsemi Garðabæjar 

Bæjarskrifstofur Garðabæjar - þjónustuver

 Vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is, nota netspjall eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar

 • Bæjarskrifstofur Garðabæjar eru opnar á eftirfarandi tímum:
  Mánudaga-miðvikudaga frá kl. 08-16, fimmtudaga frá 08-16 og föstudaga frá kl. 08-14.  ATH frá 25. mars 2021 tímabundin lokun í hádeginu frá 12-13 (síminn opinn í hádeginu)
 • Í turninum í anddyri bæjarskrifstofanna er hægt að skilja eftir teikningar í merktu íláti. Önnur gögn en teikningar má skilja eftir í læstu pósthólfi sem er staðsett hægra megin fyrir utan innganginn í ráðhústurninn merkt bæjarskrifstofur.
 • Garðabær heldur einnig úti fésbókarsíðu, facebook.com/Gardabaer.Iceland/, og þar geta viðskiptavinir sent inn skilaboð sem er svarað á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna.
 • Bein símanúmer og netföng starfsmanna Garðabæjar má einnig finna hér á vefnum. 


ENGLISH

Due to the disease COVID-19  inhabitants and other guests that need to contact Garðabær Municipality Offices are kindly asked to contact Garðabær by e-mail, gardabaer@gardabaer.is or by phone at our Service Center tel 525 8500 to decrease visits to our Municipal Offices.

 • The Service Center phone, 525 8500, e-services such as web-chat online (icelandic "netspjall"), and e-mail gardabaer@gardabaer.is is open from 08-16 o‘clock Mondays to Wednesdays, from 08-16, Thursdays from 08-16 and 08-14 on Fridays.  Temporary disposal from March 25th: closed during lunch hour from 12-13 (telephone open all day).
 • The front lobby at the town hall in Garðatorg 7 will be open during office hours for those who need drop off architectural drawings. Other documents than drawings can be dropped off at a mailbox on the right side of the entrance to the town hall.
 • Garðabær is also on facebook, and messages sent through our facebook-page are replied during office hours.


Frestun á greiðslu fasteignagjalda 2020

Gjalddögum fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins 2020 var fjölgað til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs.

Eftirstöðvum ógjaldfallinna fasteignaskatta og fasteignagjalda ársins fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði var dreift á mánuðina apríl/maí til desember og gjalddagi fasteignagjalda sem var í apríl (eindagi 15. maí) færðist til 15 maí 2020 (eindagi 15. júní). Þetta var gert til þess að létta undir með þeim aðilum sem nú þegar hafa fundið fyrir eða munu finna fyrir tekjufalli vegna þeirra efnahags aðstæðna sem nú ríkja.

Eigendur atvinnuhúsnæðis sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi geta sótt um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

Upplýsingar um frestun á greiðslu gjalda vegna atvinnuhúsnæðis.

Sjá einnig frétt um fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna COVID-19


Leiðrétting á þjónustugjöldum vegna skerðingar á þjónustu

Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.

 • Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
 • Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
 • Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí 2020.“

Leiðrétting kom til framkvæmda í byrjun apríl fyrir mars mánuð. Apríl var leiðréttur í maí.
Fæðisgjald í leikskólum er ekki fellt niður nema að barn hafi verið fjarverandi meira en 4 vikur. 

Árskort t.d. sundkort og bókasafnskort framlengjast sem nemur skerðingu á opnunartíma.

Við innheimtu gjalda verður markmiðið að veita sveigjanleika varðandi gjaldfresti í einstaka tilvikum með það að leiðarljósi við núverandi aðstæður að innheimtan sé sanngjörn.

Sjá einnig frétt um fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna COVID-19

Leik- og grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar og tónlistarskólar


Nýjustu breytingar á takmörkunum á skólahaldi taka gildi 15. apríl 2021 og gilda til og með 5. maí nk.
Sjá nánar í frétt hér á vef stjórnarráðsins.

Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarnar mánuði gripið til margvíslegra varúðarráðstafana hvað varðar sóttvarnarhólf, smitvarnir og blöndun hópa 

Upplýsingar um frekari tilhögun sendar frá hverjum skóla til forráðamanna.

Spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna - á vef Menntamálaráðuneytisins.


Frístundabíll og skólabíll

 • Frístundabíll og skólabílsakstur hefja akstur á ný skv. áætlun frá 15. apríl.


Sundlaugar Garðabæjar og íþróttahús

Frá 15. apríl 2021:

 • Sundlaugar Garðabæjar, Álftaneslaug og Ásgarðslaug, opna á ný með takmörkunum. Fjöldatakmarkanir gilda. Sundlaugar geta tekið á móti 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta eða um 75 hverju sinni. Ath börn á skólaaldri teljast með heildarfjölda og á meðan skólasund stendur yfir komast færri almennir gestir að vegna þessa. Fjöldatakmarkanir gilda ofan í heitu pottana og sundlaugargestir eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða 2 metra fjarlægðarreglu.
 • Íþróttastarf hefst á ný með skilyrðum. 

Öll tímabilskort í sund og heilsurækt í Ásgarðslaug og Álftaneslaug verða framlengd um þann tíma sem lokun af völdum samkomubanns yfirvalda stóð yfir.  
Engin þörf er á að koma með kortin eða ,,leggja þau inn” þar sem þau uppfærast rafrænt næst þegar viðkomandi kort kemur í skannann í afgreiðslu viðkomandi sundlaugar.


Söfn Garðabæjar

Söfnin í Garðabæ, Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands, opnuðu á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember eftir að hafa verið lokuð um tíma. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir í gildi skv. reglugerð hverju sinni. 

Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg 1
Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.

Sjá nánar á vef Hönnunarsafnsins.

Bókasafn Garðabæjar við Garðatorg og á Álftanesi
Afgreiðslutími í safninu á Garðatorgi 7 verður fyrst um sinn virka daga kl. 10:00-17:00 og lokað á laugardögum. Í Álftanesútibúi verður hefðbundinn afgreiðslutími: Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16 -19, miðvikudaga kl. 16 -21 og föstudaga kl. 16-18.

Áfram verður hægt að panta og sækja. Hægt er að panta efni til útláns á leitir.is, í tölvupósti á bokasafn@gardabaer.is eða í síma 591-4550 virka daga milli kl. 11 og 16. Lánþegar eru hvattir til að sækja frátektir eins fljótt og auðið er virka daga milli kl. 10 og 17 í safnið á Garðatorgi.

Nánari upplýsingar um söfnin og starfsemi þeirra má sjá á vefsíðum þeirra og á fésbókarsíðum safnanna.
Bókasafn Garðabæjar
Hönnunarsafn Íslands

Stuðnings- og öldrunarþjónusta - heimaþjónusta

 Stuðnings- og öldrunarþjónusta Garðabæjar sem er staðsett í húsnæði Ísafoldar, Strikinu 3 verður áfram opin og er þjónusta sem tengist heimaþjónustu, innliti, heimsendum mat og öðrum stuðningi með óbreyttu sniði.


Félagsstarf aldraða - félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna

Jónshús – félagsmiðstöð aldraðra
Frá 15. apríl 2021 er hámarksheimild í Jónshúsi 20 manns (starfsfólk og gestir samtals).

 • Áfram skal gæta að handþvotti og sóttvörnum og virða 2ja metra fjarlægðartakmarkanir. 
 • Grímuskylda er í Jónshúsi fyrir gesti og starfsmenn.
 • Athugið að ekki má koma í félagsmiðstöðina ef einstaklingur:
  a. Er í sóttkví.
  b. Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  c. Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  d. Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 • Matur í Jónshúsi. 
  Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 512-1501. Maturinn kemur í bökkum sem hægt er að borða á staðnum eða taka með sér. 
  Boðið er upp á heimsendan mat fyrir þá sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust til innkaupa. Pantanir á heimsendum mat eru í síma 512-1500 á milli kl. 08-16.00 alla virka daga.
 • Starfsmenn félagsstarfs skrá niður þá einstaklinga sem sækja starfið/matarþjónustu.
 • Hópastarf og viðburðir opna á nýjan leik út frá gildandi samkomutakmörkunum.
Smiðjan
 • Opið er í Smiðjunni
 • Fjöldi einstaklinga á námskeið tekur mið af gildandi samkomutakmörkunum.
LitlaKot
 • Opið er í Litlakoti
 • Fjöldi einstaklinga í Litlakoti tekur mið af gildandi samkomutakmörkunum.

Skammtímavistun fyrir fötluð börn

Skammtímavistun fyrir fötluð börn í Móaflöt er  opin.

Strætó - almenningssamgöngur


Frá og með 5. október 2020 - Strætó á höfuðborgarsvæðinu :

 • Viðskiptavinum og vagnstjórum er skylt að bera andlitsgrímur um borð í Strætó.
 • Viðskiptavinir sem eru ekki með andlitsgrímu fá ekki aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.
 • Frá 31. október 2020: Börn fædd 2011 og yngri eru undanþegin grímuskyldu.
 • Viðskiptavinir skulu ekki nota almenningssamgöngur ef þeir eru með flensueinkenni.

Sorphirða


Hér má finna upplýsingar um grenndargáma og endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Íslenska gámafélagið sem sér um hirða sorp frá heimilum í Garðabæ vill koma fram eftirfarandi tilmælum á framfæri vegna Covid-19 faraldursins:

 • Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
 • Frá heimilum þar sem smitaður einstaklingur dvelur þarf sérstaklega að gæta þess að allt sorp sé í vel lokuðu pokum. Hááhættu sorp svo sem snýtibréf skulu vera í vel lokuðum, órifnum og þéttum pokum og fara í gráu tunnuna fyrir almennt sorp 
 • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á endurvinnslustöðvar

Íbúar í Garðabæ eru vinsamlegast beðnir um að virða þessi tilmæli til að koma í veg fyrir að sorphirðustarfsfólk smitist síður og til að draga úr líkum á að sorphirða í bæjarfélaginu raskist sökum faraldursins.

Fréttir og tilkynningar um Covid-19

Apríl 2021

14. apríl Tilslakanir á samkomutakmörkunum frá 15. apríl
12. apríl Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 15. apríl

Mars 2021

31. mars Covid-19: Skólastarf eftir páska
25. mars Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Garðabæjar
25. mars Áhersla á símsvörun, netspjall og tölvupóst í þjónustuverinu
24. mars Skipulagsdagur í leikskólum til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars
24. mars Covid-19 Stórhertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti
23. mars Covid-19 Minnum á samfélagssáttmálann
10. mars Fermingar til fyrirmyndar

Febrúar 2021

24. febrúar Covid-19: Nýjar reglur frá 24. febrúar

Janúar 2021

11. janúar Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar

Desember 2020


23. desember Jólakúlujól 2020
15. desember Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst
9. desember Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 10. desember
1. desember Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Nóvember 2020

18. nóvember Söfn í Garðabæ opna aftur 18. nóvember
18. nóvember Akstur frístundabíls og skólabíls næstu vikur
17. nóvember Tilslakanir frá 18. nóvember
13. nóvember Saman gegnum kófið
13. nóvember Álagning fasteignagjalda
6. nóvember Menning í Garðabæ á netinu
2. nóvember Skólahald í ljósi hertra sóttvarnareglna
2. nóvember Frístunda- og skólabíll - akstur næstu vikur

Október 2020


31. október Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og tónlistarskólum mánudaginn 2. nóvember. 
30. október Hertar sóttvarnaráðstafanir frá 31. október
30. október Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!
24. október Íþróttastarf barna og ungmenna næstu vikur
21. október Meistaraflokkar og afrekshópar geta hafið æfingar
20. október COVID-19 Takmarkanir frá 20. október 2020 
19. október Sundlaugar, íþróttamannvirki og söfn áfram lokuð
12. október Mönnun í starfsemi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins á neyðarstigi
8. október Íþróttastarf innandyra fellur niður næstu 2 vikur
8. október Söfnum Garðabæjar lokað til 19. október
7. október Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu 
5. október Lokað í sundlaugum frá og með 7. október

September 2020

29. september Þjónusta á tímum Covid

Ágúst 2020

26. ágúst Tímabundin frestun á skipulögðu íþróttastarfi fyrir eldri borgara
24. ágúst Ný leikskólabörn hefja skólagöngu í leikskólum Garðabæjar

Júlí 2020

30. júlí Hertar aðgerðir vegna Covid-19 frá 31. júlí

30. júlí Hinsegin fjöri á Garðatorgi frestað

Júní 2020

15. júní Fundur almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins um COVID-19

Maí 2020


15. maí Sundlaugar opna aftur 18. maí
7. maí Öll ungmenni 17-25 ára með lögheimili í Garðabæ fá sumarstörf
4. maí Frestun á greiðslu fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis.

Apríl 2020

24. apríl Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá 4. maí.
24. apríl Hetjan mín ert þú - barnabók um Covid-19
20. apríl Tilkynningar til barnaverndar Garðabæjar
11. apríl Góð ráð til foreldra á tímum COVID-19
7. apríl Bókasafn Garðabæjar í samkomubanni
1. apríl Heilræði á tímum kórónuveiru

Mars 2020


31. mars Fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna COVID-19
25. mars Gildistími aðgangskorta í sund og heilsurækt framlengdur
25. mars Breyttur afgreiðslutími í þjónustuveri Garðabæjar

24. mars Þjónustugjöld leik-, grunnskóla og frístundaheimila

23. mars Sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og söfnum lokað  

20. mars Hlúum hvert að öðru

18. mars Frístundabíllinn keyrir ekki dagana 16.-20. mars

16. mars Sundlaugar verða opnar um sinn

16. mars Skólaakstur úr Urriðaholti fellur niður næstu vikur

15. mars Sundlaugar og skólar lokaðir 16. mars til undirbúnings næstu daga

13. mars Covid.is - ný upplýsingasíða fyrir almenning

13. mars Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunn- og leikskóla.

12. mars Þjónustustig á bæjarskrifstofum í ljósi neyðarstigs almannavarna

9. mars Kári vindflokkari úr notkun - plast í grenndargáma eða endurvinnslustöðvar

8. mars Lokanir til að vernda viðkvæma hópa

7. mars Árshátíð Garðabæjar frestað  

1. mars Almenn ráð vegna Covid-19


Febrúar 2020


1. febrúar Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með sóttvarnalækni